Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mið 24. ágúst 2016 21:18
Mist Rúnarsdóttir
Ásgerður Stefanía: Búin að hugsa um titilinn síðan í fyrra
Kvenaboltinn
Ásgerður og félagar eru með 5 stiga forystu á toppi Pepsi-deildarinnar
Ásgerður og félagar eru með 5 stiga forystu á toppi Pepsi-deildarinnar
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Þetta eru ótrúlega mikilvæg stig. Þetta er þessi extra leikur sem við áttum inni og það var virkilega mikilvægt að taka þrjú stig í kvöld,” sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir fyrirliði Stjörnunnar eftir 2-1 sigur á ÍBV.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 ÍBV

„ÍBV er með frábært lið og við vissum það vel fyrir leikinn að við þyrftum að leggja okkur 110% fram til að taka þrjú stig í dag og við gerðum það. Við hlupum eins og skrattar inni á vellinum og áttum held ég stigin þrjú skilið þó þetta hefði örugglega verið sanngjarnt jafntefli.”

Markið sem skildi liðin af í kvöld var af dýrari gerðinni en Ana Cate sendi fallegan bolta á Donnu Key sem kláraði svo af mikilli yfirvegun og öryggi.

„Ana er með ótrúlega góðan fót úti á hægri kantinum og DK er búin að vera frá í einn og hálfan mánuð næstum því en klárar þetta vel og það er gott að hafa svona sóknarmenn í okkar liði.”

Eftir að 13 umferðir eru búnar af mótinu er Stjarnan með 5 stiga forskot á Breiðablik sem er í 2.sæti. Ásgerður segir það gott að þurfa ekki að treysta á aðra en sjálfa sig en að það sé að sama skapi enn nóg eftir af mótinu.

„Auðvitað er þægilegt að vera með forskot á þær og við þurfum bara að treysta á okkur sjálfar. Þetta er í okkar höndum. Það er þægilegt. En fimm leikir. Þá er ansi mikið eftir.”

„Ég er búin að hugsa um þennan Íslandsmeistaratitil síðan í fyrra þannig að ég er aðeins byrjuð að hugsa út í hann en þetta er ekki næstum því búið,”
sagði Ásgerður meðal annars en hægt er að horfa á allt viðtalið við hana í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir