Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   lau 24. ágúst 2019 13:29
Ívan Guðjón Baldursson
England: Abraham tryggði sigur gegn sprækum nýliðum
Norwich 2 - 3 Chelsea
0-1 Tammy Abraham ('3)
1-1 Todd Cantwell ('6)
1-2 Mason Mount ('17)
2-2 Teemu Pukki ('30)
2-3 Tammy Abraham ('68)

Afar fjörugum leik var að ljúka þar sem nýliðar Norwich tóku á móti lærisveinum Frank Lampard í Chelsea.

Leikurinn fór kröftulega af stað og gerði Tammy Abraham vel að skora strax á þriðju mínútu eftir fyrirgjöf frá Cesar Azpilicueta. Todd Cantwell jafnaði skömmu síðar eftir stoðsendingu frá finnsku markavélinni Teemu Pukki.

Ungstirnið Mason Mount kom gestunum yfir á nýjan leik en Pukki jafnaði og staðan 2-2 eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik.

Chelsea tók stjórn á leiknum í síðari hálfleik og gerði Abraham vel að skora annað mark sitt í leiknum á 68. mínútu.

Heimamenn gerðu sig ekki sérlega hættulega og meira var ekki skorað. Lokatölur 2-3 og fyrsti sigur Lampard við stjórnvölinn hjá Chelsea staðreynd.

Norwich er með þrjú stig eftir þrjár umferðir á meðan Chelsea er með fjögur stig. Pukki er markahæstur í deildinni með fimm mörk og eina stoðsendingu.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner