Gera lokatilraun til að lokka Bruno Fernandes - Höjlund til Napoli - Rodgers aftur í úrvalsdeildina?
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
   sun 24. ágúst 2025 21:15
Haraldur Örn Haraldsson
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

„Þetta var bara jafn leikur, baráttu leikur, örugglega ekki skemmtilegur leikur að horfa á," sagði Þorlákur Már Árnason þjálfari ÍBV eftir 1-1 jafntefli við FH í kvöld.


Lestu um leikinn: FH 1 -  1 ÍBV

„Það var lítið um færi, FH-ingar bökkuðu á okkur þannig við fundum ekki mikið af svæðum til að spila í fyrir aftan þá. Leikurinn var bara ein stöðubarátta, mér fannst FH-ingarnir, fyrsta korterið í seinni hálfleik vera betra liðið. Það var kaflinn sem mér fannst að annað liðið væri sterkara. Svo fáum við opnanir eftir að við skiptum inn á. Jörgen fær dauðafæri í stöðunni 0-0, og við skorum markið á svipaðan hátt. Þetta var lokaður leikur, og svona fór þetta á endanum," sagði Þorlákur.

Þorlákur var ekki ánægður með frammistöðu Gunnars Odds dómara leiksins.

„Það var bara ótrúlega mikið af atvikum sem við vorum ósáttir við dómara leiksins í dag. Það voru tveir leikmenn hjá FH sem brutu af sér og áttu alveg skilið að fá annað gult spjald. Það var ekki nema nokkrum mínútum seinna sem hann rekur annan af þeim út af, og Heimir hafði vit á að taka hinn strax út af eftir gróft brot á Mattias Edeland. Svo fá þeir tvöfaldan séns í lokin, hann dæmir brot, þeir fá sókn, Bragi gefur fyrir og þeir eru í dauðafæri, þeir klúðra því. Þá dæmir hann aukaspyrnuna, þannig það er bara fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna í dag," sagði Þorlákur.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner