Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fös 24. september 2021 15:55
Brynjar Ingi Erluson
Arnar Grétars áfram með KA á næsta tímabili
Arnar Grétarsson verður áfram hjá KA
Arnar Grétarsson verður áfram hjá KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson verður áfram þjálfari karlaliðs KA á næsta tímabili en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Arnar tók við KA um mitt sumar 2020 og hefur gert góða hluti með liðið.

Hann gerði nýjan tveggja ára samning við félagið eftir tímabilið og endaði svo með liðið í 7. sæti á síðustu leiktíð.

KA-menn hafa spilað feykivel í sumar og eru í 3. sæti fyrir lokaumferðina en það hafa verið háværar sögusagnir um að félög á höfuðborgarsvæðinu væru að horfa til Arnars.

Það verður þó ekkert af því og mun Arnar vera áfram með liðið á næsta tímabili. Þetta kemur fram í tilkynningu frá KA í dag.

KA mætir FH á morgun í lokaumferðinni en leikurinn fer fram á Greifavelli og hefst klukkan 16:00.
Athugasemdir
banner
banner
banner