Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   sun 24. september 2023 16:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Düsseldorf
Bryndís hoppaði af gleði - „Ég ætla að sýna mig og sanna"
Bryndís Arna Níelsdóttir er komin inn í A-landsliðið.
Bryndís Arna Níelsdóttir er komin inn í A-landsliðið.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Frá æfingu í dag.
Frá æfingu í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Bryndís Arna Níelsdóttir, markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar, er mætt til Düsseldorf til móts við íslenska kvennalandsliðið fyrir leik gegn Þýskalandi í Þjóðadeildinni.

Hún var kölluð inn í hópinn í síðustu viku eftir að Sveindís Jane Jónsdóttir meiddist.

„Það var geggjað, ég hoppaði af gleði þegar ég fékk fréttirnar og það er geggjað að vera komin," sagði Bryndís Arna í samtali við Fótbolta.net í dag.

Hún var í U23 landsliðsverkefni í Marokkó þegar hún fékk fréttirnar. Bryndís skoraði í 2-3 sigri gegn Marokkó síðasta föstudag.

„Ég var bara í Marokkó, og ég fékk fréttirnar eftir kvöldmat. Það var mikil gleði," segir Bryndís og bætti við að verkefnið með U23 landsliðinu hefði verið geggjuð reynslu.

Það var nokkur umræða um það þegar Bryndís var ekki valin í upprunalega hópinn en hún hefur verið mjög góð með Val í sumar og er langmarkahæsti leikmaður Bestu deildarinnar. Var hún svekkt að vera ekki í upprunalega hópnum?

„Nei, það er bara eins og það er. Ég er alltaf að reyna að sýna mig og bæta mig. Að vera komin núna, þá reyni ég bara að sýna mig eins og ég get á æfingum.

Það var mikið talað um það á samfélagsmiðlum og annars staðar að hún ætti að vera í hópnum. Tók hún eftir þeirri umræðu? „Já, maður tók nú alveg eftir henni. Það var erfitt að komast fram hjá henni. Ég reyni bara að einbeita mér að sjálfri mér. Það er gott að vera komin hingað."

Ætlar að sanna sig
„Mér finnst hún ekki alveg klár í þetta," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, á fréttamannafundi þegar upprunalegi hópurinn var tilkynntur. Bryndís spilaði núna vel með U23 landsliðinu og fær tækifæri til að sanna sig.

„Þetta var bara hans skoðun og það er allt í lagi. Ég ætla að sýna mig og sanna," sagði Bryndís og bætti við: „Það er geggjað að hitta stelpurnar hérna, mjög gaman."

Framundan er leikur gegn Þýskalandi á þriðjudaginn. Það er annar leikur liðsins í Þjóðadeildinni.

„Ég þurfti að millilenda í París og þetta var svolítið langt ferðalag, en það er gott að vera komin og leikurinn á þriðjudag leggst mjög vel í mig. Ég held að við getum náð alvöru úrslitum á móti þeim."

Hún er með nokkra liðsfélaga úr Val í hópnum og það hjálpar. „Það eru mörg kunnuleg andlit hérna og það er mjög þægilegt," segir Bryndís en hún hefur fulla trú á því að íslenska liðið geti strítt Þjóðverjum. Hægt er að sjá viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner