Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðar dagur fyrir þær í dag
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
   sun 24. september 2023 16:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Düsseldorf
Bryndís hoppaði af gleði - „Ég ætla að sýna mig og sanna"
Bryndís Arna Níelsdóttir er komin inn í A-landsliðið.
Bryndís Arna Níelsdóttir er komin inn í A-landsliðið.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Frá æfingu í dag.
Frá æfingu í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Bryndís Arna Níelsdóttir, markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar, er mætt til Düsseldorf til móts við íslenska kvennalandsliðið fyrir leik gegn Þýskalandi í Þjóðadeildinni.

Hún var kölluð inn í hópinn í síðustu viku eftir að Sveindís Jane Jónsdóttir meiddist.

„Það var geggjað, ég hoppaði af gleði þegar ég fékk fréttirnar og það er geggjað að vera komin," sagði Bryndís Arna í samtali við Fótbolta.net í dag.

Hún var í U23 landsliðsverkefni í Marokkó þegar hún fékk fréttirnar. Bryndís skoraði í 2-3 sigri gegn Marokkó síðasta föstudag.

„Ég var bara í Marokkó, og ég fékk fréttirnar eftir kvöldmat. Það var mikil gleði," segir Bryndís og bætti við að verkefnið með U23 landsliðinu hefði verið geggjuð reynslu.

Það var nokkur umræða um það þegar Bryndís var ekki valin í upprunalega hópinn en hún hefur verið mjög góð með Val í sumar og er langmarkahæsti leikmaður Bestu deildarinnar. Var hún svekkt að vera ekki í upprunalega hópnum?

„Nei, það er bara eins og það er. Ég er alltaf að reyna að sýna mig og bæta mig. Að vera komin núna, þá reyni ég bara að sýna mig eins og ég get á æfingum.

Það var mikið talað um það á samfélagsmiðlum og annars staðar að hún ætti að vera í hópnum. Tók hún eftir þeirri umræðu? „Já, maður tók nú alveg eftir henni. Það var erfitt að komast fram hjá henni. Ég reyni bara að einbeita mér að sjálfri mér. Það er gott að vera komin hingað."

Ætlar að sanna sig
„Mér finnst hún ekki alveg klár í þetta," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, á fréttamannafundi þegar upprunalegi hópurinn var tilkynntur. Bryndís spilaði núna vel með U23 landsliðinu og fær tækifæri til að sanna sig.

„Þetta var bara hans skoðun og það er allt í lagi. Ég ætla að sýna mig og sanna," sagði Bryndís og bætti við: „Það er geggjað að hitta stelpurnar hérna, mjög gaman."

Framundan er leikur gegn Þýskalandi á þriðjudaginn. Það er annar leikur liðsins í Þjóðadeildinni.

„Ég þurfti að millilenda í París og þetta var svolítið langt ferðalag, en það er gott að vera komin og leikurinn á þriðjudag leggst mjög vel í mig. Ég held að við getum náð alvöru úrslitum á móti þeim."

Hún er með nokkra liðsfélaga úr Val í hópnum og það hjálpar. „Það eru mörg kunnuleg andlit hérna og það er mjög þægilegt," segir Bryndís en hún hefur fulla trú á því að íslenska liðið geti strítt Þjóðverjum. Hægt er að sjá viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner