Kluivert orðaður við Newcastle - Gerrard með tilboð frá Carlisle - Sesko og Zubimendi færast nær Arsenal
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   sun 24. september 2023 16:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Düsseldorf
Bryndís hoppaði af gleði - „Ég ætla að sýna mig og sanna"
Bryndís Arna Níelsdóttir er komin inn í A-landsliðið.
Bryndís Arna Níelsdóttir er komin inn í A-landsliðið.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Frá æfingu í dag.
Frá æfingu í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Bryndís Arna Níelsdóttir, markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar, er mætt til Düsseldorf til móts við íslenska kvennalandsliðið fyrir leik gegn Þýskalandi í Þjóðadeildinni.

Hún var kölluð inn í hópinn í síðustu viku eftir að Sveindís Jane Jónsdóttir meiddist.

„Það var geggjað, ég hoppaði af gleði þegar ég fékk fréttirnar og það er geggjað að vera komin," sagði Bryndís Arna í samtali við Fótbolta.net í dag.

Hún var í U23 landsliðsverkefni í Marokkó þegar hún fékk fréttirnar. Bryndís skoraði í 2-3 sigri gegn Marokkó síðasta föstudag.

„Ég var bara í Marokkó, og ég fékk fréttirnar eftir kvöldmat. Það var mikil gleði," segir Bryndís og bætti við að verkefnið með U23 landsliðinu hefði verið geggjuð reynslu.

Það var nokkur umræða um það þegar Bryndís var ekki valin í upprunalega hópinn en hún hefur verið mjög góð með Val í sumar og er langmarkahæsti leikmaður Bestu deildarinnar. Var hún svekkt að vera ekki í upprunalega hópnum?

„Nei, það er bara eins og það er. Ég er alltaf að reyna að sýna mig og bæta mig. Að vera komin núna, þá reyni ég bara að sýna mig eins og ég get á æfingum.

Það var mikið talað um það á samfélagsmiðlum og annars staðar að hún ætti að vera í hópnum. Tók hún eftir þeirri umræðu? „Já, maður tók nú alveg eftir henni. Það var erfitt að komast fram hjá henni. Ég reyni bara að einbeita mér að sjálfri mér. Það er gott að vera komin hingað."

Ætlar að sanna sig
„Mér finnst hún ekki alveg klár í þetta," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, á fréttamannafundi þegar upprunalegi hópurinn var tilkynntur. Bryndís spilaði núna vel með U23 landsliðinu og fær tækifæri til að sanna sig.

„Þetta var bara hans skoðun og það er allt í lagi. Ég ætla að sýna mig og sanna," sagði Bryndís og bætti við: „Það er geggjað að hitta stelpurnar hérna, mjög gaman."

Framundan er leikur gegn Þýskalandi á þriðjudaginn. Það er annar leikur liðsins í Þjóðadeildinni.

„Ég þurfti að millilenda í París og þetta var svolítið langt ferðalag, en það er gott að vera komin og leikurinn á þriðjudag leggst mjög vel í mig. Ég held að við getum náð alvöru úrslitum á móti þeim."

Hún er með nokkra liðsfélaga úr Val í hópnum og það hjálpar. „Það eru mörg kunnuleg andlit hérna og það er mjög þægilegt," segir Bryndís en hún hefur fulla trú á því að íslenska liðið geti strítt Þjóðverjum. Hægt er að sjá viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner