Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   sun 24. september 2023 16:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Düsseldorf
Bryndís hoppaði af gleði - „Ég ætla að sýna mig og sanna"
Bryndís Arna Níelsdóttir er komin inn í A-landsliðið.
Bryndís Arna Níelsdóttir er komin inn í A-landsliðið.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Frá æfingu í dag.
Frá æfingu í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Bryndís Arna Níelsdóttir, markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar, er mætt til Düsseldorf til móts við íslenska kvennalandsliðið fyrir leik gegn Þýskalandi í Þjóðadeildinni.

Hún var kölluð inn í hópinn í síðustu viku eftir að Sveindís Jane Jónsdóttir meiddist.

„Það var geggjað, ég hoppaði af gleði þegar ég fékk fréttirnar og það er geggjað að vera komin," sagði Bryndís Arna í samtali við Fótbolta.net í dag.

Hún var í U23 landsliðsverkefni í Marokkó þegar hún fékk fréttirnar. Bryndís skoraði í 2-3 sigri gegn Marokkó síðasta föstudag.

„Ég var bara í Marokkó, og ég fékk fréttirnar eftir kvöldmat. Það var mikil gleði," segir Bryndís og bætti við að verkefnið með U23 landsliðinu hefði verið geggjuð reynslu.

Það var nokkur umræða um það þegar Bryndís var ekki valin í upprunalega hópinn en hún hefur verið mjög góð með Val í sumar og er langmarkahæsti leikmaður Bestu deildarinnar. Var hún svekkt að vera ekki í upprunalega hópnum?

„Nei, það er bara eins og það er. Ég er alltaf að reyna að sýna mig og bæta mig. Að vera komin núna, þá reyni ég bara að sýna mig eins og ég get á æfingum.

Það var mikið talað um það á samfélagsmiðlum og annars staðar að hún ætti að vera í hópnum. Tók hún eftir þeirri umræðu? „Já, maður tók nú alveg eftir henni. Það var erfitt að komast fram hjá henni. Ég reyni bara að einbeita mér að sjálfri mér. Það er gott að vera komin hingað."

Ætlar að sanna sig
„Mér finnst hún ekki alveg klár í þetta," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, á fréttamannafundi þegar upprunalegi hópurinn var tilkynntur. Bryndís spilaði núna vel með U23 landsliðinu og fær tækifæri til að sanna sig.

„Þetta var bara hans skoðun og það er allt í lagi. Ég ætla að sýna mig og sanna," sagði Bryndís og bætti við: „Það er geggjað að hitta stelpurnar hérna, mjög gaman."

Framundan er leikur gegn Þýskalandi á þriðjudaginn. Það er annar leikur liðsins í Þjóðadeildinni.

„Ég þurfti að millilenda í París og þetta var svolítið langt ferðalag, en það er gott að vera komin og leikurinn á þriðjudag leggst mjög vel í mig. Ég held að við getum náð alvöru úrslitum á móti þeim."

Hún er með nokkra liðsfélaga úr Val í hópnum og það hjálpar. „Það eru mörg kunnuleg andlit hérna og það er mjög þægilegt," segir Bryndís en hún hefur fulla trú á því að íslenska liðið geti strítt Þjóðverjum. Hægt er að sjá viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner