Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   þri 24. nóvember 2020 14:00
Elvar Geir Magnússon
Óttast að álagið hafi slæm áhrif á bak Lindelöf
Janne Andersson, landsliðsþjálfari Svíþjóðar, óttast að Victor Lindelöf muni þjást aftur af meiðslum í baki ef hann fær ekki hvíld í gegnum leikjaálag Manchester United.

Lindelöf kom úr landsleikjaglugganum og spilaði allan leikinn í 1-0 sigrinum gegn West Brom á laugardagskvöld.

Lindelöf spilaði tvo leiki fyrir Svía í landsleikjaglugganum og hefur spilað fimmtán leiki fyrir land og lið á þessu tímabili. En hann hefur spilað í gegnum vandamál í baki sem gerðu það að verkum að hann missti af Meistaradeildarleiknum gegn Istanbúl Basaksehir fyrr í þessum mánuði.

„Hann spilar sunnudag, miðvikudag, laugardag, þriðjudag og svo mætti áfram telja. Hann fékk varla neitt frí á milli tímabila núna. Það kemur mér á óvart að það séu ekki fleiri leikmenn sem eru meiddir. Það kemur líka á óvart að það hefur ekki verið meiri umræða um þetta frá heilsufræðilegu sjónarmiði," segir Andersson.

„Þetta er ótrúlega erfitt fyrir leikmenn og þeir eru að spila mjög erfiða leiki aftur og aftur. Ég vona svo sannarlega að Victor nái að losna við bakvandamálið og fái tíma til að ná sér að fullu."
Athugasemdir
banner