Arsenal og Chelsea hafa áhuga á Murillo - Liverpool undirbýr mettilboð í Neves - Man Utd vill halda Casemiro
   mán 24. nóvember 2025 17:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alex Freyr í Njarðvík (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Stefán Marteinn
Alex Freyr Elísson er genginn í raðir Njarðvíkur en hann kemur til félagsins frá Fram. Hann skrifar undir tveggja ára samning við félagið.

Alex er 28 ára hægri bakvörður sem hefur einnig leikið með Breiðabliki og KA á sínum ferli.

Hann var í takmörkuðu hlutverki hjá Fram á tímabilinu, kom einungis við sögu í níu leikjum í deild og bikar eftir að hafa skorað sex mörk í 22 leikjum í Bestu deildinni tímabilið 2024.

Hann er annar leikmaðurinn sem Njarðvík fær til sín eftir að Davíð Smári Lamude tók við sem þjálfari liðsins. Eiður Aron Sigurbjörnsson skrifaði undir fyrr í þessum mánuði og einnig er orðið ljóst að þeir Sigurjón Már Markússon og Arnleifur Hjörleifsson verða áfram hjá félaginu.




Athugasemdir
banner
banner
banner