Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   lau 25. janúar 2020 15:24
Arnar Laufdal Arnarsson
Óli Kristjáns: Við þurfum að kíkja á leikmannamálin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH-ingar léku gegn Breiðablik í dag í seinasta leik A-deildar í Fotbolta.net mótinu og endaði sá leikur 4-1 fyrir Breiðablik. Hafnfirðingar stilltu upp blönduðu liði, mikið af ungum leikmönnum sem og margir reyndir leikmenn líka. FH enduðu aðeins með 1 stig af 9 mögulegum.

Óli var spurður hvort gengið í leikjunum þrem væri áhyggjuefni.

" Við erum búnir að spila misjafna leiki í þessu móti, við spiluðum á móti ÍBV sem endaði 0-0, töpum fyrir HK seinustu helgi og núna fyrir Blikunum í dag. Við höfum ekki skorað mikið, fengum Morten Beck inn í fyrsta skipti í dag og ágætt að fá hann inn, en við erum ekki með sóknarlínuna sem menn voru að búast við, hún er ekki í takt. Það er áhyggjuefni að vera ekki að skapa mikið og ekki að skora mikið."

Viktor Segatta hefur verið að spila og æfa með FH undanfarna mánuði og var Óli spurður út í framtíð hans.

"Hann hefur fengið að æfa með okkur FH-ingum og æfði með okkur fyrir jól, sneri sig aðeins á ökkla um daginn og hefur ekki verið með okkur upp á síðkastið en hann er að skoða okkur og við hann og svo eru aðrir möguleikar fyrir hann en ekkert í hendi" Hafði Óli að segja um stöðu Viktors hjá FH.

FH hafa verið að spila mikið af ungum leikmönnum á þessu undirbúningstímabili og marga menn vantað vegna meiðsla og annað, Óli var spurður út í leikmannamálin.

"Við erum að skoða, við vorum með bekk í dag sem voru bara 2.fl strákar og 2-3 í byrjunarliðinu úr 2.fl þannig við erum að leita mikið þangað og þeir eru að leggja sig fram en það er langur vegur ennþá. Menn eins og Atli Guðna, Lennon, Brynjar og Baldur Sig hafa ekkert verið að spila þannig við eigum einhvað í pokanum en við þurfum að kíkja á leikmannamálin." Hafði Óli um það að segja.
Athugasemdir
banner