Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 25. janúar 2020 15:24
Arnar Laufdal Arnarsson
Óli Kristjáns: Við þurfum að kíkja á leikmannamálin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH-ingar léku gegn Breiðablik í dag í seinasta leik A-deildar í Fotbolta.net mótinu og endaði sá leikur 4-1 fyrir Breiðablik. Hafnfirðingar stilltu upp blönduðu liði, mikið af ungum leikmönnum sem og margir reyndir leikmenn líka. FH enduðu aðeins með 1 stig af 9 mögulegum.

Óli var spurður hvort gengið í leikjunum þrem væri áhyggjuefni.

" Við erum búnir að spila misjafna leiki í þessu móti, við spiluðum á móti ÍBV sem endaði 0-0, töpum fyrir HK seinustu helgi og núna fyrir Blikunum í dag. Við höfum ekki skorað mikið, fengum Morten Beck inn í fyrsta skipti í dag og ágætt að fá hann inn, en við erum ekki með sóknarlínuna sem menn voru að búast við, hún er ekki í takt. Það er áhyggjuefni að vera ekki að skapa mikið og ekki að skora mikið."

Viktor Segatta hefur verið að spila og æfa með FH undanfarna mánuði og var Óli spurður út í framtíð hans.

"Hann hefur fengið að æfa með okkur FH-ingum og æfði með okkur fyrir jól, sneri sig aðeins á ökkla um daginn og hefur ekki verið með okkur upp á síðkastið en hann er að skoða okkur og við hann og svo eru aðrir möguleikar fyrir hann en ekkert í hendi" Hafði Óli að segja um stöðu Viktors hjá FH.

FH hafa verið að spila mikið af ungum leikmönnum á þessu undirbúningstímabili og marga menn vantað vegna meiðsla og annað, Óli var spurður út í leikmannamálin.

"Við erum að skoða, við vorum með bekk í dag sem voru bara 2.fl strákar og 2-3 í byrjunarliðinu úr 2.fl þannig við erum að leita mikið þangað og þeir eru að leggja sig fram en það er langur vegur ennþá. Menn eins og Atli Guðna, Lennon, Brynjar og Baldur Sig hafa ekkert verið að spila þannig við eigum einhvað í pokanum en við þurfum að kíkja á leikmannamálin." Hafði Óli um það að segja.
Athugasemdir
banner
banner