Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   lau 25. janúar 2020 15:24
Arnar Laufdal Arnarsson
Óli Kristjáns: Við þurfum að kíkja á leikmannamálin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH-ingar léku gegn Breiðablik í dag í seinasta leik A-deildar í Fotbolta.net mótinu og endaði sá leikur 4-1 fyrir Breiðablik. Hafnfirðingar stilltu upp blönduðu liði, mikið af ungum leikmönnum sem og margir reyndir leikmenn líka. FH enduðu aðeins með 1 stig af 9 mögulegum.

Óli var spurður hvort gengið í leikjunum þrem væri áhyggjuefni.

" Við erum búnir að spila misjafna leiki í þessu móti, við spiluðum á móti ÍBV sem endaði 0-0, töpum fyrir HK seinustu helgi og núna fyrir Blikunum í dag. Við höfum ekki skorað mikið, fengum Morten Beck inn í fyrsta skipti í dag og ágætt að fá hann inn, en við erum ekki með sóknarlínuna sem menn voru að búast við, hún er ekki í takt. Það er áhyggjuefni að vera ekki að skapa mikið og ekki að skora mikið."

Viktor Segatta hefur verið að spila og æfa með FH undanfarna mánuði og var Óli spurður út í framtíð hans.

"Hann hefur fengið að æfa með okkur FH-ingum og æfði með okkur fyrir jól, sneri sig aðeins á ökkla um daginn og hefur ekki verið með okkur upp á síðkastið en hann er að skoða okkur og við hann og svo eru aðrir möguleikar fyrir hann en ekkert í hendi" Hafði Óli að segja um stöðu Viktors hjá FH.

FH hafa verið að spila mikið af ungum leikmönnum á þessu undirbúningstímabili og marga menn vantað vegna meiðsla og annað, Óli var spurður út í leikmannamálin.

"Við erum að skoða, við vorum með bekk í dag sem voru bara 2.fl strákar og 2-3 í byrjunarliðinu úr 2.fl þannig við erum að leita mikið þangað og þeir eru að leggja sig fram en það er langur vegur ennþá. Menn eins og Atli Guðna, Lennon, Brynjar og Baldur Sig hafa ekkert verið að spila þannig við eigum einhvað í pokanum en við þurfum að kíkja á leikmannamálin." Hafði Óli um það að segja.
Athugasemdir
banner
banner