Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
   mið 25. janúar 2023 14:52
Elvar Geir Magnússon
Bournemouth fær Randolph og Vina
Matías Vina í leik með Úrúgvæ.
Matías Vina í leik með Úrúgvæ.
Mynd: EPA
Bournemouth er að fá markvörðinn Darren Randolph (35 ára) frá West Ham og vinstri bakvörðinn Matías Vina (25) sem kemur á láni frá Roma út tímabilið.

Randolph kom til West Ham frá Middlesbrough í janúar 2020 en hefur aðeins spilað tíu aðalliðsleiki, sá síðasti kom í maí 2021.

Honum er ætlað að veit Neto samkeppni hjá Bournemouth en hann er nýkominn til baka eftir meiðsli aftan í læri.

Vina var í úrúgvæska landsliðshópnum á HM en hefur ekki spilað fyrir Roma síðan hann kom frá Katar. Þá hefur hann bara byrjað einn leik í ítölsku A-deildinni á þessu tímabili.

Næsti deildarleikur Bournemouth, sem situr í fallsæti í ensku úrvalsdeildinni, er á útivell gegn Brighton þann 4. febrúar.

Bournemouth er einnig nálægt því að fá senegalska framherjann Nicolas Jackson sem kemur á 20 milljónir punda frá Villarreal. Áður hafði félagið tryggt sér vængmanninn Dango Ouattara sem kom frá Lorient í Frakklandi og spilaði sinn fyrsta leik fyrir Bournemouth gegn Nottingham Forest síðasta laugardag.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner