Fabio Silva, framherji Wolves, er á leið til PSV Eindhoven í Hollandi á lánssamningi.
Þessi tvítugi Portúgali var hjá Anderlecht í Belgíu á láni fyrri hluta tímabilsins en færir sig nú yfir til Hollands. PSV er með í Evrópudeildinni.
Þessi tvítugi Portúgali var hjá Anderlecht í Belgíu á láni fyrri hluta tímabilsins en færir sig nú yfir til Hollands. PSV er með í Evrópudeildinni.
Silva hefur spilað vel í Belgíu og skorað sjö mörk í tuttugu deildarleikjum.
Þessi ungi leikmaður gekk í raðir Wolves fyrir 35,6 milljónir punda 2020 en sú upphæð var þá félagsmet. Hann framlengdi samningi sínum við enska úrvalsdeildarfélagið síðasta sumar og er nú bundinn til 2026.
PSV er í þriðja sæti hollensku deildarinnar, stigi á eftir AZ Alkmaar sem er í öðru sæti og þremur stigum frá toppliði Feyenoord.
Uppfært: Úlfarnir hafa staðfest að Silva hafi verið lánaður til PSV.
Fabio Silva will spend the rest of the season on loan at @PSV, while Ki-Jana Hoever returns from the Eredivisie.
— Wolves (@Wolves) January 25, 2023
Good luck for the rest of the campaign, @Silva_Fabio!
?????????
Athugasemdir