Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   fim 25. febrúar 2021 18:09
Elvar Geir Magnússon
Lengjubikarinn: Blikar kláruðu Eyjamenn undir lokin
Gísli Eyjólfsson.
Gísli Eyjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 2 - 0 ÍBV
1-0 Gísli Eyjólfsson ('80)
2-0 Guðjón Pétur Lýðsson (víti '83)

Breiðablik vann 2-0 sigur gegn ÍBV í Lengjubikarnum í dag, leikið var á Kópavogsvelli.

Það vantaði nokkra öfluga leikmenn í Blikaliðið, þar á meðal Brynjólf Andersen Willumsson sem var frá vegna bakmeiðsla. Hjá ÍBV byrjaði Gary Martin á bekknum en hann er nýkominn aftur til landsins.

Breiðabliki gekk illa að opna Eyjavörnina en bæði mörk leiksins komu á lokakaflanum. Gísli Eyjólfsson skoraði eftir stoðsendingu Jasons Daða Svanþórssonar og varamaðurinn Guðjón Pétur Lýðsson skoraði svo af vítapunktinum eftir að Viktor Karl Einarsson krækti í víti.

Smelltu hér til að skoða skýrslu leiksins af vefsíðu KSÍ.

Blikar eru á toppi riðilsins með fullt hús eftir þrjá leiki en ÍBV er stigalaust á botninum.
Athugasemdir
banner
banner