Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 25. mars 2020 17:34
Elvar Geir Magnússon
Leikmaður tímabilsins hjá hverju liði í ensku úrvalsdeildinni
Hverjir hafa verið lykilmenn hvers liðs í ensku úrvalsdeildinni það sem af er tímabili? Nú þegar keppni í deildinni hefur verið stöðvuð vegna heimsfaraldurs ákvað Mirror að útnefna þann besta í hverju liði.

Arsenal - Pierre Emerick Aubameyang
Fékk gullskóinn í fyrra og er með 17 úrvalsdeildarmörk á þessu tímabili. Tók við fyrirliðabandi Arsenal á tímabilinu.

Aston Villa - Jack Grealish
Auðvelt val. Ef Villa nær að halda sér uppi verður það fyrirliðanum að þakka. Spennandi verður að sjá hvað hann gerir eftir tímabilið.

Bournemouth - Philip Billing
Liðið hefur verið í vandræðum á þessu tímabili en miðjumaðurinn stóri og stæðilegi hefur staðið fyrir sínu.

Brighton & Hove Albion - Neal Maupay
Erfitt val en Frakkinn Maypay fær heiðurinn fyrir níu mörk á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni,

Burnley - Ben Mee
Hundtryggur klettur í vörn Burnley sem orðaður er við enska landsliðið.

Chelsea - Tammy Abraham
Ekki fullkominn en þvílíkt tímabil sem þessi 22 ára sóknarmaður hefur átt. 15 mörk í öllum keppnum og er meðal fyrstu nafna á blað.

Crystal Palace - Jordan Ayew
Ákaflega mikilvægur sóknarmaður í liði sem skorar ekki mörg mörk. Hefur staðið undir þeim væntingum sem til hans hafa verið gerðar.

Everton - Dominic Calvert-Lewin
Hefur algjörlega blómstrað í sókn Everton eftir að Carlo Ancelotti var ráðinn.

Leicester City - Ricardo Pereira
Margir leikmenn Leicester hafa átt gott tímabil en portúgalski hægri bakvörðurinn hefur verið magnaður, bæði í sókn og vörn.

Liverpool - Jordan Henderson
Fyrirliði Liverpool hefur reynst mikill drifkraftur hjá besta liði deildarinnar. Líklegastur til að vera valinn leikmaður ársins í deildinni.

Manchester City - Kevin De Bruyne
Belginn hefur náð að mestu að vera laus við meiðsli og hefur skinið skært fyrir Englandsmeistarana þó liðið hafi ekki náð að sýna sitt besta.

Manchester United - Fred
Harry Maguire og Aaron Wan-Bissaka gera tilkall en brasilíski miðjumaðurinn á skilið hró fyrir að hafa stigið svona svakalega upp á miðsvæðinu.

Newcastle United - Martin Dubravka
Newcastle á markverði sínum mikið að þakka á þessu tímbili.

Norwich City - Teemu Pukki
Mörk Finnans hafa leyft Norwich að dreyma um að liðið geti haldið sæti sínu í deildinni. Fróðlegt að sjá hvað hann gerir ef liðið fellur.

Sheffield United - Enda Stevens
Írinn er lykilmaður hjá Sheffield United, bæði í vörn og sókn.

Southampton - Danny Ings
Hefur haldist frá meiðslum og náð að sýna hvers hann er megnugur fyrir framan mark andstæðingana.

Tottenham Hotspur - Giovani Lo Celso
Tímabilið hefur verið erfitt fyrir Spurs en sú ákvörðun að fá Argentínumanninn hefur reynst sú rétta. Hefur nú verið keyptur alfarið og er í uppáhaldi hjá stuðningsmönnum.

Watford - Ben Foster
Lykilmaður í að liðið hefur náð betri takti undir Nigel Pearson. Þessi fyrrum markvörður Manchester United verið betri með aldrinum og sýnir gríðarlegan stöðugleika.

West Ham United - Issa Diop
Franski varnarmaðurinn er sagður vera kominn á óskalista Chelsea og Manchester United og það er auðvelt að sjá ástæðuna fyrir því.

Wolverhampton Wanderers - Raul Jimenez
Mexíkóinn er ein besta 'nía' deildarinnar og stuðningsmenn Wolves vona að hann sé ekki í fararhug.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner