Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 25. mars 2023 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Southgate: Flókið að fá nýja menn inn í hópinn
Henderson og Bellingham klárir í slaginn
Marcus Rashford, Gareth Southgate og Jude Bellingham.
Marcus Rashford, Gareth Southgate og Jude Bellingham.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, svaraði spurningum á fréttamannafundi í dag fyrir leik morgundagsins gegn Úkraínu í undankeppni EM 2024.


Southgate var spurður út í meiðslavandræði liðsins og hvers vegna hann hafi ekki kallað fleiri leikmenn í hópinn, leikmenn á borð við Ivan Toney.

„Ivan hefur verið frábær, okkur líkar mjög vel við hann sem leikmann, en í þetta skiptið var ekki pláss í hópnum. Það er mjög flókið að fá nýja leikmenn inn í hópinn í miðju landsleikjahléi því við vitum ekkert hvar þeir eru staddir líkamlega. Þess vegna myndum við frekar taka leikmann frá U21 liðinu ef við værum í neyð, en það er ekki hægt því U21 liðið er líka að spila um helgina. Sem betur fer þá teljum við okkur eiga nóg af heilbrigðum leikmönnum til að komast í gegnum landsleikjahléð," sagði Southgate. „Jordan Henderson og Jude Bellingham voru tæpir en þeir geta spilað.

„Við búumst við erfiðum leik gegn stoltum andstæðingum. Við höfum auðvitað samkennd með þeim vegna ástandsins en á morgun munum við spila fótboltaleik og gera allt í okkar valdi til að sigra."

Southgate talaði um að hann sé stoltur af frammistöðu lærisveina sinna gegn Ítalíu í vikunni, þar sem England vann 1-2 sigur í Napolí, og tók einnig skýrt fram að fortíðin skiptir ekki máli í fótbolta.

Luke Shaw fékk þá rautt spjald í sigrinum á Ítalíu en hann er ennþá með hópnum.

„Luke elskar að vera með hópnum og leggur alltaf sitt af mörkum þó hann spili ekki. Hann hjálpar okkur á æfingum og styður við bakið á liðsfélögunum. Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir andrúmsloftið."


Athugasemdir
banner
banner
banner