Viggó er fæddur árið 2006 og hjálpaði ÍBV að vinna Lengjudeildina í fyrra. Hann hefur verið í æfingahópum yngri landsliðanna og kom í fyrra í sögu í átján deildarleikjum með ÍBV.
Hann er miðju/kantmaður sem uppalinn er í Eyjum sem steig sín fyrstu skref í meistaraflokki sumarið 2022 með venslaliðinu KFS.
Hann var valinn efnilegasti leikmaður ÍBV á síðasta tímabili, skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við félagið og sýnir í dag á sér hina hliðina.
Hann er miðju/kantmaður sem uppalinn er í Eyjum sem steig sín fyrstu skref í meistaraflokki sumarið 2022 með venslaliðinu KFS.
Hann var valinn efnilegasti leikmaður ÍBV á síðasta tímabili, skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við félagið og sýnir í dag á sér hina hliðina.
Fullt nafn: Viggó Valgeirsson
Gælunafn: Hef ekkert gælunafn en sumum í liðinu finnst fyndið að kalla mig Viggólfur eða Gólfur
Aldur: 19
Hjúskaparstaða: work in progress
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnsistætt úr leiknum: Spilaði fyrsta leikinn minn í Íslandsmóti með ÍBV 2023 á móti FH, man að það var sunshine í Krikanum
Uppáhalds drykkur: ískaldur epla safi
Uppáhalds matsölustaður: Gott
Hvernig bíl áttu: Ég á ekki bíl
Áttu hlutabréf eða rafmynt: nei
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Money Heist
Uppáhalds tónlistarmaður: Nemzzz og CC
Uppáhalds hlaðvarp: Hlusta ekki mikið a hlaðvörp en ef ég hlusta er það Dr. football
Uppáhalds samfélagsmiðill: insta
Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: fer á Innu og ákveð hvort ég nenni að fara í skólann eða ekki
Fyndnasti Íslendingurinn: Sveppi og Pétur gott dúó
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “Innifalið gagnamagn í Evrópu (EES) fyrir 6593696 hefur klárast. Kveðja, Síminn” vel þreytt
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Fjölni
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Gummi Baldvin
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Hemmi og Lewis hjálpuðu mér mikið og síðan shoutout á Gumma Tómas, hann hjálpaði mér mikið á mínum yngri árum
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: segi Ragnar Bragi, þetta var í Lengjubikarnum í fyrra og man bara að hann tuðaði allan leikinn
Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Cristiano Ronaldo
Sætasti sigurinn: Afturelding úti á síðasta tímabili
Mestu vonbrigðin: Southampton á þessu tímabili
Uppáhalds lið í enska: Southampton
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Tomma Bent á miðjuna takk, maðurinn getur hlaupið endalaust
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Galdur Guðmunds er gæði
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Guðjón Ernir
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: no comment
Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: CR7 og honourable mention á Neymar
Ein regla í fótbolta sem þú myndir breyta: markmenn mættu ekki nota hendur
Uppáhalds staður á Íslandi: Vestmannaeyjar
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: fékk gult-gult rautt á fyrstu 15 mín í leik á Gothia cup og það var ekki gaman
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: nope
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: nei eiginlega ekki en horfi stundum á píluna í kringum jólin
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: adidas f50
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: I prefer not to speak
Vandræðalegasta augnablik: þegar ég var að tala um einhverja manneskju í pottunum í eyjum og pabbi manneskjunnar var í pottinum, það var vel óþægilegt því þetta voru ekkert bestu orðin sem maður notaði
Hvaða þremur leikmönnum byðir þú í mat og af hverju: Balotelli, Eyþór Orra og Eið Atla, þessir gætu tuðað um eitthvað endalaust.
Bestur/best í klefanum og af hverju: Eyþór Orri er skemmtilegur í klefa, hann getur talað endalaust og um hvað sem er. Það er gaman að hlusta a hann og Alex Frey tala saman.
Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Myndi henda Arnóri Inga í Love Island að finna ástina, hann er lover boy en hefur bara ekki fundið réttu ennþá……
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég er aldrei seinn
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Omar Sowe klárlega, hann er algjör meistari. Vissi ekki við hverju ég var að búast við fyrst þegar ég hitti hann en við náðum strax vel saman
Hverju laugstu síðast: Að ég væri aldrei seinn
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Bondarann hvort hann gæti tekið mig með sér til Sádi næst
Einhver skilaboð til stuðningsmanna fyrir sumarið: Duglegt að mæta bara á völlinn
Athugasemdir