Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
banner
föstudagur 28. mars
Úrslit Lengjubikars kvenna
þriðjudagur 25. mars
Kjarnafæðimót - úrslit
Milliriðill U19
Vináttulandsleikur U21
sunnudagur 23. mars
Umspil Þjóðadeildarinnar
laugardagur 22. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
fimmtudagur 20. mars
Umspil Þjóðadeildarinnar
miðvikudagur 19. mars
U19 milliriðill
þriðjudagur 18. mars
Undanúrslit Lengjubikarsins
föstudagur 14. mars
þriðjudagur 25. febrúar
Þjóðadeild kvenna
föstudagur 21. febrúar
fimmtudagur 20. febrúar
Sambandsdeildin
föstudagur 31. janúar
Úrslitaleikur Þungavigtarbikarsins
fimmtudagur 30. janúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
miðvikudagur 26. mars
Meistaradeild kvenna
Lyon W - Bayern W - 17:45
Arsenal W - Real Madrid W - 20:00
WORLD: International Friendlies
Dominican Republic 2 - 0 Puerto Rico
Belarus U-16 - Azerbaijan U-16 - 09:00
banner
þri 25.mar 2025 18:00 Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Magazine image

Spá Fótbolta.net fyrir Bestu deildina: 12. sæti

Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að ÍBV muni enda í tólfta og neðsta Bestu deildarinnar í sumar. Álitsgjafar spá í deildina en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. ÍBV fellur beint aftur niður í Lengjudeildina ef spáin rætist.

ÍBV er komið aftur í Bestu deildina eftir stutt stopp í Lengjudeild.
ÍBV er komið aftur í Bestu deildina eftir stutt stopp í Lengjudeild.
Mynd/Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Þorlákur Árnason tók við ÍBV í vetur.
Þorlákur Árnason tók við ÍBV í vetur.
Mynd/ÍBV
Oliver Heiðarsson er lykilmaður fyrir ÍBV.
Oliver Heiðarsson er lykilmaður fyrir ÍBV.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Arnar er með mikla reynslu úr efstu deild.
Sigurður Arnar er með mikla reynslu úr efstu deild.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viggó Valgeirsson er efnilegur miðjumaður.
Viggó Valgeirsson er efnilegur miðjumaður.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verður fróðlegt að sjá hvað Omar Sowe gerir mörg mörk í sumar.
Það verður fróðlegt að sjá hvað Omar Sowe gerir mörg mörk í sumar.
Mynd/ÍBV
Frá Hásteinsvelli.
Frá Hásteinsvelli.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Freyr Hilmarsson er öflugur leikmaður.
Alex Freyr Hilmarsson er öflugur leikmaður.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Felix Örn er Eyjamaður í húð og hár.
Felix Örn er Eyjamaður í húð og hár.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nær ÍBV að forðast fallið?
Nær ÍBV að forðast fallið?
Mynd/Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. ?
12. ÍBV, 14 stig

Um liðið: ÍBV er komið aftur í deild þeirra bestu eftir stutt stopp í næst efstu deild. ÍBV er gamalt stórveldi í íslenskum fótbolta en það hefur í raun verið lítið jákvætt að frétta í fótboltanum í Vestmannaeyjum síðustu ár. Meiri fókus hefur verið á handboltanum. En núna er karlaliðið í fótboltanum komið aftur upp í Bestu deildina og það hlýtur að vera stefnan að festa sig aftur þar í sessi, byggja upp gott lið og stemningu í kringum það. Stemninguna vantaði síðast þegar ÍBV var með lið í efstu deild og hana þarf að byggja aftur upp svo Vestmannaeyingar geti leyft sér að dreyma aftur um þann árangur sem einkenndi Eyjaliðið í kringum aldamót.

Þjálfarinn: Þorlákur Árnason tók við ÍBV eftir síðasta tímabil. Hermann Hreiðarsson kom ÍBV upp en hann lét af störum út af persónulegum ástæðum og tók svo við HK. Þorlákur, betur þekktur sem Láki, er 55 ára gamall og hefur starfað víða um heim síðustu ár. Hann starfaði síðast sem aðalþjálfari Damaiense í portúgalska kvennaboltanum en þar áður þjálfaði hann Þór í Lengjudeildinni. Fyrir það starfaði Láki meðal annars sem yfirmaður akademíu Brommapojkarna í Svíþjóð og yfirmaður fótboltamála hjá fótboltasambandinu í Hong Kong.

Styrkleikar: Það er mikill styrkleiki fyrir ÍBV að halda í Oliver Heiðarsson sem var besti leikmaður Lengjudeildarinnar í fyrra. Það komu nokkur tilboð í hann en ÍBV sýndi styrk og náði að halda honum, allavega í bili. ÍBV skoraði mikið í Lengjudeildinni í fyrra og það verður fróðlegt að sjá hvernig Oliver og Omar Sowe munu vinna saman í sóknarleiknum. Sowe kemur sér í mikið af færum og það er bara spurning hvernig hann nýtir þau. Heimavöllurinn er ÍBV mikilvægur og það er ekki auðvelt að spila á Hásteinsvelli, sérstaklega ekki eftir erfiða bátsferð.

Veikleikar: Það hafa orðið miklar breytingar hjá ÍBV í vetur. Leikmannaveltan er mikil og stórir póstar á borð við Guðjón Erni Hrafnkelsson, Tómas Bent Magnússon og Vicente Valor hafa horfið á braut. Guðjón Ernir og Tómas Bent voru búnir að vera lengi hjá félaginu og vissu hvað það þýddi að spila fyrir ÍBV. Hermann Hreiðarsson var búinn að smíða upp ákveðinn leikstíl og núna koma breytingar með Láka, sem taka kannski tíma. Heyrst hefur að erlendu leikmennirnir hafi ekki verið að heilla, en þeir þurfa að sanna sig fljótt í Bestu deildinni. Fyrirfram virðist leikmannahópurinn ekki mikið sterkari en í fyrra, ef eitthvað.

Lykilmenn: Oliver Heiðarsson og Sigurður Arnar Magnússon
Oliver var besti leikmaður Lengjudeildarinnar í fyrra og þurftu Eyjamenn að leggja mikið á sig til að halda honum. Hann hefur gæði og kraft til að gera frábæra hluti í Bestu deildinni. Sigurður Arnar er Eyjamaður í húð og hár sem hefur mikla reynslu úr Bestu deildinni. Hann er kominn heim eftir að hafa leikið afar vel í háskólaboltanum í Bandaríkjunum.

Gaman að fylgjast með: Viggó Valgeirsson
Átján ára gamall miðjumaður sem lék stórt hlutverk í Lengjudeildinni í fyrra en þar spilaði hann í 18 leikjum er ÍBV komst upp. Var valinn til æfinga hjá U19 landsliðinu í byrjun árs og fær vonandi gott hlutverk í Eyjaliðinu í sumar.

Spurningamerkin: Hvernig verður stemningin í kringum liðið? Hvernig munu allar breytingarnar ganga? Hversu mikið skorar Omar Sowe fyrir liðið?

Völlurinn: Hásteinsvöllur er líklega fallegasta vallarstæði landsins. Það gerist á hverju ári að fjallað er um hann í erlendum fjölmiðlum þar sem fegurðin umlykur hann. Eyjamenn eru að leggja gervigras sem kemur til með að vera mikið happaskref fyrir fótboltann í Vestmannaeyjum.

Komnir:
Omar Sowe frá Leikni
Jörgen Pettersen frá Þrótti R.
Arnór Ingi Kristinsson frá Leikni
Jovan Mitrovic frá Serbíu
Mattias Edeland frá Svíþjóð
Milan Tomic frá Serbíu
Birgir Ómar Hlynsson frá Þór á láni
Þorlákur Breki Baxter frá Stjörnunni á láni
Halldór Páll Geirsson frá KFS

Farnir:
Tómas Bent Magnússon í Val
Vicente Valor í KR
Guðjón Ernir Hrafnkelsson í KA
Arnór Sölvi Harðarson í ÍR
Henrik B. Máni Hilmarsson í Stjörnuna (var á láni)
Eiður Atli Rúnarsson í HK (var á láni)
Jón Ingason
Jón Arnar Barðdal í KFG

Samningslausir:
Eyþór Orri Ómarsson (2003)



Leikmannalisti:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
12. Hjörvar Daði Arnarsson (m)
Halldór Páll Geirsson (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon
3. Birgir Ómar Hlynsson
4. Jovan Mitrovic
5. Felix Örn Friðriksson
6. Milan Tomic
9. Sigurður Páll Hjaltested
11. Víðir Þorvarðarson
14. Arnar Breki Gunnarsson
17. Sigurður Valur Sigursveinsson
18. Bjarki Björn Gunnarsson
20. Arnór Ingi Kristinsson
23. Omar Sowe
24. Þorlákur Breki Þ. Baxter
25. Alex Freyr Hilmarsson
28. Heiðmar Þór Magnússon
31. Viggó Valgeirsson
45. Oliver Heiðarsson
Jörgen Pettersen
Mattias Edeland
Nökkvi Már Nökkvason
Hermann Þór Ragnarsson

Fyrstu fimm leikir ÍBV:
7. apríl, Víkingur R. - ÍBV (Víkingsvöllur)
13. apríl, Afturelding - ÍBV (Malbikstöðin að Varmá)
24. apríl, ÍBV - Fram (Hásteinsvöllur)
28. apríl, Stjarnan - ÍBV (Samsungvöllurinn)
4. maí, ÍBV - Vestri (Hásteinsvöllur)

Spámennirnir: Anton Freyr Jónsson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Haraldur Örn Haraldsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Kári Snorrason, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke, Sölvi Haraldsson, Tómas Þór Þórðarson og Valur Gunnarsson.
Athugasemdir
banner
banner