
Vala Björk Jónsdóttir er gengin til liðs við Keflavíkur og tekur slaginn með liðinu í Lengjudeildinni í sumar.
Vala Björk er tvítug en hún er uppalin í Haukum og hefur leikið þar allan sinn feril fyrir utan eitt tímabil með KÁ.
Hún er markvörður og hefur leikið 32 leiki á sínum ferli en sá fyrsti kom árið 2021.
Eins og fyrr segir mun Keflavík leika í Lengjudeildinni í sumar eftir að liðið féll úr Bestu deildinni síðasta sumar. Liðið lék síðat í Lengjudeildinni sumarið 2020.
Athugasemdir