
Helena Jónsdóttir, markvörður Íslandsmeistara Þórs/KA, meiddist snemma leiks gegn Stjörnunni í úrslitaleik Lengjubikarsins í gær.
Helena var borin af velli og möguleiki er á að hún sé illa meidd á hné.
Helena var borin af velli og möguleiki er á að hún sé illa meidd á hné.
„Hún er óbrotin en kemst ekki í segulómskoðun fyrr en bólgan hjaðnar svo við vitum ennþá ekkert um krossbönd/liðbönd né liðþófa," sagði Halldór Jón Sigurðsson, Donni, þjálfari Þórs/KA við Fótbolta.net í dag.
Donni segir að óttast sé að meiðslin geti verið alvarleg krossbanda eða liðbandameiðsli. „Já við óttumst það en í raun er of snemmt að segja til um hvort einhverjar líkur séu á því," sagði Donni.
Helena spilaði með Hömrunum í fyrrasumar en hún gekk í raðir Þórs/KA síðastliðið haust og á að fylla skarð Bryndísar Láru Hrafnkelsdóttur sem tók sér frí frí frá fótbolta.
Sara Mjöll Jóhansdóttir kom inn á fyrir Helenu í gær og hjálpaði Þór/KA að vinna Lengjubikarinn eftir vítaspyrnukeppni.
Þór/KA hefur titilvörn sína í Pepsi-deild kvenna laugardaginn 5. maí þegar liðið heimsækir Grindavík.
Athugasemdir