Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 25. apríl 2021 17:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enski deildabikarinn: Einokun Man City heldur áfram
Mynd: EPA
Manchester City 1 - 0 Tottenham
1-0 Aymeric Laporte ('82 )

Manchester City vann sinn fyrsta titil á tímabilinu í dag þegar liðið hafði betur gegn Tottenham í úrslitaleik enska deildabikarsins á Wembley.

Enski deildabikarinn er uppáhalds keppni Pep Guardiola, líklega bara í öllum heiminum. Hann vinnur hana alltaf.

Það var eiginlega með ólíkindum að City náði ekki að skora í fyrri hálfleik en staðan var markalaus eftir í leikhléi. City stjórnaði ferðinni frá A til Ö og hélt liðið áfram að pressa í seinni hálfleiknum.

„Markið mun koma að lokum, maður finnur það á sér að City muni að lokum nýta eitt af þessum færum," sagði Chris Sutton á BBC í seinni hálfleiknum.

Markið kom svo, á 82. mínútu. Aymeric Laporte skoraði þá með skalla eftir aukaspyrnu Kevin de Bruyne. Franski miðvörðurinn byrjaði í dag þar sem John Stones var í leikbanni, og hann var hetjan í þessum leik.

City var miklu betri aðilinn í þessum leik og þeir áttu sigurinn skilið. Man City er að vinna þessa keppni fjórða árið í röð, hvorki meira né minna. Tottenham heldur áfram að bíða eftir bikar. Sú bið er orðin ansi löng. Jose Mourinho var rekinn frá Tottenham síðasta mánudag en það er alveg hægt að spyrja sig að því hvernig þessi leikur hefði farið ef hann væri enn stjóri liðsins. Hann elskar úrslitaleiki.
Athugasemdir
banner
banner