Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 25. apríl 2021 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir Gylfa vera leikmann ársins hjá Everton
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: EPA
Garth Crooks, sérfræðingur hjá BBC, segir að Gylfi Þór Sigurðsson sé leikmaður ársins hjá Everton.

Hinn 31 árs gamli Gylfi hefur átt mjög gott tímabil með Everton eftir að hafa átt erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð.

Crooks setti Gylfa í lið vikunnar í ensku úrvalsdeildinni eftir að hann skoraði tvennu gegn Tottenham á dögunum. Hann sagði jafnframt:

„Sigurðsson hefur nokkrum sinnum komist í lið vikunnar hjá mér og hann er líklega búinn að vera besti leikmaður Everton á tímabilinu."

„Ég man ekki eftir að hafa séð hann spila betur. Hann var frábær með Swansea, átti erfitt uppdráttar hjá Tottenham en hefur þroskast vaxið mikið undir stjórn Carlo Ancelotti."
Athugasemdir
banner
banner