Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 25. maí 2022 21:02
Brynjar Ingi Erluson
Roma fyrsta liðið til að vinna Sambandsdeild Evrópu
Nicolo Zaniolo fagnar sigurmarki Roma
Nicolo Zaniolo fagnar sigurmarki Roma
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho var ískaldur á hliðarlínunni er Zaniolo skoraði
Jose Mourinho var ískaldur á hliðarlínunni er Zaniolo skoraði
Mynd: Getty Images
Roma 1 - 0 Feyenoord
1-0 Nicolo Zaniolo ('32 )

Roma varð í dag fyrsta liðið til að vinna Sambandsdeild Evrópu en liðið marði Feyenoord, 1-0, á Air Albania-leikvanginum í Tírana í Albaníu.

Rómverjar urðu fyrir áfalli strax á 17. mínútu er armenski leikmaðurinn Henrikh Mkhitaryan fór meiddur af velli. Liðið gat þó leyft sér að fagna fimmtán mínútum síðar.

Nicolo Zaniolo gerði þá sigurmark leiksins. Gianluca Mancini átti góða fyrirgjöf á fjærstöng og þar var Zaniolo. Hann tók við boltanum með bringunni áður en hann lagði boltann framhjá Justin Bijlow í markinu.

Feyenoord reyndi að sækja að marki Rómverja undir lok hálfleiks og fengu nokkur ágætis færi en Rui Patricio var vel á verði í markinu.

Hollenska liðið var nálægt því að jafna leikinn í byrjun síðari hálfleiks er Mancini stýrði fyrirgjöf Orkun Kokcu í stöngina og því stálheppinn að koma boltanum ekki í eigið net.

Tyrell Malacia átti þá glæsilegt skot stuttu síðar efst upp í hægra hornið en Patricio varði meistaralega.

Marcos Senesi, varnarmaður Feyenoord, var heppinn að fá ekki að líta rauða spjaldið er hann tók niður Tammy Abraham sem var að sleppa í gegn. Dómarinn skoðaði atvikið í gegnum VAR en ekkert spjald á loft.

Rómverjar gátu gert út um leikinn á 86. mínútu er Lorenzo Pellegrini komst einng gegn Bijlow en hollenski markvörðurinn sá við honum.

Feyenoord reyndi hvað það gat að jafna metin undir lokin en það tókst ekki. Roma er því meistari Sambandsdeildar Evrópu í fyrsta sinn og fyrsti Evróputitill liðsins staðreynd.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner