Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   fim 25. maí 2023 22:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Virkilega skrítið að mæta Ella - „Hann þarf ekki að sanna sig neitt"
Valsliðið miklu betra en í fyrra
Damir Muminovic og félagar hafa haldið hreinu í þremur deildarleikjum í röð.
Damir Muminovic og félagar hafa haldið hreinu í þremur deildarleikjum í röð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vona að þetta verði bara betra og betra hjá okkur
Vona að þetta verði bara betra og betra hjá okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég er búinn að spila með Ella í tíu ár og við erum mjög góðir vinir.
Ég er búinn að spila með Ella í tíu ár og við erum mjög góðir vinir.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Tilfinningin er virkilega góð, þetta var erfiður leikur, Valsmenn eru með gott lið - finnst þeir með miklu betra lið en í fyrra. Þannig það var gott að vinna þennan leik," Damir Muminovic, varnarmaður Breiðabliks, eftir sigur gegn Val í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Valur

Vitum hvernig liðin hans Adda eru
„Mér finnst þeir meira skipulagðir, alvöru gæði í þessu liði - sýndu það alveg í dag, með frábæra leikmenn. Við þekkjum líka liðin hans Adda (Arnars Grétarssonar), vitum alveg hvernig þau eru."

„Vinnan sem við lögðum í þennan leik (var lykillinn), alvöru iðnaðarsigur eins og einhverjir myndu segja."


Boltinn rúllar hægar á nýja grasinu
Leikurinn var annar leikur Breiðabliks á nýja gervigrasinu á Kópavogsvelli. „Það er bara fínt að spila á þessu, búnir að pakka saman gamla gervigrasinu, töpuðum hérna í fyrstu umferð og erum vonandi komnir með heimavöll sem verður erfitt að vinna okkur á."

„Það er aðeins að venjast, boltinn rúllar aðeins hægar, rann miklu hraðar á hinu gervigrasinu, en þetta kemur."


Sérstaklega góður þegar hann er í góðu formi
Damir og Viktor Örn í hjarta varnarinnar þurftu framan af leik að glíma við Andra Rúnar Bjarnason en svo breyttist áskorunin þegar Tryggvi Hrafn Haraldsson kom inn á.

„Það er virkilega erfitt, Andri Rúnar er góður leikmaður - sérstaklega þegar hann er í góðu formi. Hann heldur boltanum meira en hinir, á meðan hinir hlaupa meira á bakvið. Það var erfitt að díla við það."

Virkilega skrítið að mæta Ella
Damir var svo spurður hvernig hefði verið að spila á móti Elfari Frey Helgasyni sem hafði verið liðsfélagi hans frá árinu 2014.

„Það er mjög skrítið, ég verð að viðurkenna það. Ég er búinn að spila með Ella í tíu ár og við erum mjög góðir vinir. Það er virkilega skrítið, en Elli er búinn að spila frábærlega og er frábær leikmaður eins og allir vita. Hann þarf ekki að sanna sig neitt eins og sumir segja."

Finnst þér leiðinlegt að Elfar sé ekki lengur í Breiðabliki? „Auðvitað finnst mér það, en Elli vildi fá nýja áskorun og það er bara eðlilegt. Lífið heldur áfram, það kemur bara maður í manns stað."

Sjá einnig:
Óskar Hrafn: Einn albesti leikmaður í sögu Breiðabliks

Nei, varst þú stressaður?
Í lok leiks átti Damir snertingu í átt að eigin marki sem fór framhjá Antoni Ara Einarssyni og boltinn stefndi í netið. Hann kveðst þó ekki hafa verið stressaður, enda náði hann til boltans áður en hann kom að línunni og hreinsaði í burtu.

„Nei, varst þú stressaður? Ég var ekkert stressaður, sá alveg að ég gat náð boltanum aftur."

Breiðablik hefur unnið sjö leiki í röð í öllum keppnum. Er liðið búið að finna gamla góða taktinn?

„Ég vona það, við byrjuðum ekki vel en erum búnir að ná taktinum hægt og rólega. Ég vona að þetta verði bara betra og betra hjá okkur."

Man ekki eftir því sem ég sagði
Næst var komið að því að spyrja út í for-forkeppnina í Meistaradeildinni því í dag kom í ljós að Budocnost, liðið sem Breiðablik mætti í forkeppni Sambandsdeildarinnar í fyrra, varð meistari í Svartfjallalandi og Breiðablik getur mætt liðinu aftur í sumar.

„Ég hlakka mikið til, get ekki beðið eftir að fá þá aftur hingað - mína menn. Ég man ekki eftir því sem ég sagði, það var nú ekkert eitthvað svakalegt. Þetta er bara gott lið, við töpuðum á móti þeim úti í fyrra. Ég held að þetta verði erfiðara en í fyrra," sagði Damir.
Athugasemdir
banner
banner
banner