Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
   fim 25. maí 2023 22:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Virkilega skrítið að mæta Ella - „Hann þarf ekki að sanna sig neitt"
Valsliðið miklu betra en í fyrra
Damir Muminovic og félagar hafa haldið hreinu í þremur deildarleikjum í röð.
Damir Muminovic og félagar hafa haldið hreinu í þremur deildarleikjum í röð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vona að þetta verði bara betra og betra hjá okkur
Vona að þetta verði bara betra og betra hjá okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég er búinn að spila með Ella í tíu ár og við erum mjög góðir vinir.
Ég er búinn að spila með Ella í tíu ár og við erum mjög góðir vinir.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Tilfinningin er virkilega góð, þetta var erfiður leikur, Valsmenn eru með gott lið - finnst þeir með miklu betra lið en í fyrra. Þannig það var gott að vinna þennan leik," Damir Muminovic, varnarmaður Breiðabliks, eftir sigur gegn Val í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Valur

Vitum hvernig liðin hans Adda eru
„Mér finnst þeir meira skipulagðir, alvöru gæði í þessu liði - sýndu það alveg í dag, með frábæra leikmenn. Við þekkjum líka liðin hans Adda (Arnars Grétarssonar), vitum alveg hvernig þau eru."

„Vinnan sem við lögðum í þennan leik (var lykillinn), alvöru iðnaðarsigur eins og einhverjir myndu segja."


Boltinn rúllar hægar á nýja grasinu
Leikurinn var annar leikur Breiðabliks á nýja gervigrasinu á Kópavogsvelli. „Það er bara fínt að spila á þessu, búnir að pakka saman gamla gervigrasinu, töpuðum hérna í fyrstu umferð og erum vonandi komnir með heimavöll sem verður erfitt að vinna okkur á."

„Það er aðeins að venjast, boltinn rúllar aðeins hægar, rann miklu hraðar á hinu gervigrasinu, en þetta kemur."


Sérstaklega góður þegar hann er í góðu formi
Damir og Viktor Örn í hjarta varnarinnar þurftu framan af leik að glíma við Andra Rúnar Bjarnason en svo breyttist áskorunin þegar Tryggvi Hrafn Haraldsson kom inn á.

„Það er virkilega erfitt, Andri Rúnar er góður leikmaður - sérstaklega þegar hann er í góðu formi. Hann heldur boltanum meira en hinir, á meðan hinir hlaupa meira á bakvið. Það var erfitt að díla við það."

Virkilega skrítið að mæta Ella
Damir var svo spurður hvernig hefði verið að spila á móti Elfari Frey Helgasyni sem hafði verið liðsfélagi hans frá árinu 2014.

„Það er mjög skrítið, ég verð að viðurkenna það. Ég er búinn að spila með Ella í tíu ár og við erum mjög góðir vinir. Það er virkilega skrítið, en Elli er búinn að spila frábærlega og er frábær leikmaður eins og allir vita. Hann þarf ekki að sanna sig neitt eins og sumir segja."

Finnst þér leiðinlegt að Elfar sé ekki lengur í Breiðabliki? „Auðvitað finnst mér það, en Elli vildi fá nýja áskorun og það er bara eðlilegt. Lífið heldur áfram, það kemur bara maður í manns stað."

Sjá einnig:
Óskar Hrafn: Einn albesti leikmaður í sögu Breiðabliks

Nei, varst þú stressaður?
Í lok leiks átti Damir snertingu í átt að eigin marki sem fór framhjá Antoni Ara Einarssyni og boltinn stefndi í netið. Hann kveðst þó ekki hafa verið stressaður, enda náði hann til boltans áður en hann kom að línunni og hreinsaði í burtu.

„Nei, varst þú stressaður? Ég var ekkert stressaður, sá alveg að ég gat náð boltanum aftur."

Breiðablik hefur unnið sjö leiki í röð í öllum keppnum. Er liðið búið að finna gamla góða taktinn?

„Ég vona það, við byrjuðum ekki vel en erum búnir að ná taktinum hægt og rólega. Ég vona að þetta verði bara betra og betra hjá okkur."

Man ekki eftir því sem ég sagði
Næst var komið að því að spyrja út í for-forkeppnina í Meistaradeildinni því í dag kom í ljós að Budocnost, liðið sem Breiðablik mætti í forkeppni Sambandsdeildarinnar í fyrra, varð meistari í Svartfjallalandi og Breiðablik getur mætt liðinu aftur í sumar.

„Ég hlakka mikið til, get ekki beðið eftir að fá þá aftur hingað - mína menn. Ég man ekki eftir því sem ég sagði, það var nú ekkert eitthvað svakalegt. Þetta er bara gott lið, við töpuðum á móti þeim úti í fyrra. Ég held að þetta verði erfiðara en í fyrra," sagði Damir.
Athugasemdir
banner
banner