Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
banner
   lau 25. maí 2024 19:26
Sverrir Örn Einarsson
Ólafur Kristjáns: Annaðhvort skríður þú undir stein og felur þig eða ferð upp á steininn
Kvenaboltinn
Ólafur Kristjánsson hefur ekki haft margar ástæður til þess að brosa í deildinni síðustu vikur
Ólafur Kristjánsson hefur ekki haft margar ástæður til þess að brosa í deildinni síðustu vikur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það sem mér fannst fara úrskeiðis var að aðstæðar voru eins og þær eru og við réðum ekki vel við þær. Þegar þær eru svona, blæs hressilega og ósléttur völlur þá þarftu að vera með grunnatriðin á hreinu. Að fara í návígin, vinna seinni boltanna og spila einfalt. Mér fannst það koma aðeins á kafla í seinni hálfleik en í fyrri hálfleik var það ekki til staðar.“ Sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Þróttar eftir 0-1 tap Þróttar gegn Keflavík á HS Orkuvellinum í dag þar sem liðin mættust í sjöttu umferð Bestu deildarinnar.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  0 Þróttur R.

Tapið þýðir að Keflavík skilur Þrótt eftir á botninum þar sem liðið situr með aðeins eitt stig að loknum sex umferðum og virkaði liðið jafnvel rúið sjálfstrausti. Nokkuð sem hlýtur að vera ansi langt frá þeim væntingum sem að Ólafur og liðið hafði fyrir mót.

„Það er langt frá okkar væntingum já. Sjálfstraust skiptir máli og sjálfstraust er ekki eitthvað sem þú kaupir út í búð heldur eitthvað sem þú vinnur þér inn. “

Um hvað tekur við og hvernig liðið getur snúið genginu við sagði Ólafur.

„Það er ekkert hægt að gera annað en að fara út á æfingasvæðið. En við þurfum að kafa djúpt í það hvort að það sem við erum að gera dags daglega það er standardar sem við höfum séu nógu háir. Hver og ein, ég og teymið þurfum þá að lyfta því upp og herða á þeim hlutum sem ég hef talað um og fundist okkur vanta..“

Að loknum þriðjungi hefðbundins móts er Þróttur þó á botninum og er það staðreynd sem Ólafur vill að liðið horfi í og bæti.

„Við þurfum að horfast í augu við það að við erum neðsta liðið í deildinni og höfum ekki ennþá unnið leik, Það er áskorun og annaðhvort skríður þú undir stein og felur þig eða ferð upp á steininn og tekur þessari áskorun og mætir þessum raunveruleika. “

Sagði Ólafur en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner