Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   lau 25. maí 2024 19:26
Sverrir Örn Einarsson
Ólafur Kristjáns: Annaðhvort skríður þú undir stein og felur þig eða ferð upp á steininn
Kvenaboltinn
Ólafur Kristjánsson hefur ekki haft margar ástæður til þess að brosa í deildinni síðustu vikur
Ólafur Kristjánsson hefur ekki haft margar ástæður til þess að brosa í deildinni síðustu vikur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það sem mér fannst fara úrskeiðis var að aðstæðar voru eins og þær eru og við réðum ekki vel við þær. Þegar þær eru svona, blæs hressilega og ósléttur völlur þá þarftu að vera með grunnatriðin á hreinu. Að fara í návígin, vinna seinni boltanna og spila einfalt. Mér fannst það koma aðeins á kafla í seinni hálfleik en í fyrri hálfleik var það ekki til staðar.“ Sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Þróttar eftir 0-1 tap Þróttar gegn Keflavík á HS Orkuvellinum í dag þar sem liðin mættust í sjöttu umferð Bestu deildarinnar.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  0 Þróttur R.

Tapið þýðir að Keflavík skilur Þrótt eftir á botninum þar sem liðið situr með aðeins eitt stig að loknum sex umferðum og virkaði liðið jafnvel rúið sjálfstrausti. Nokkuð sem hlýtur að vera ansi langt frá þeim væntingum sem að Ólafur og liðið hafði fyrir mót.

„Það er langt frá okkar væntingum já. Sjálfstraust skiptir máli og sjálfstraust er ekki eitthvað sem þú kaupir út í búð heldur eitthvað sem þú vinnur þér inn. “

Um hvað tekur við og hvernig liðið getur snúið genginu við sagði Ólafur.

„Það er ekkert hægt að gera annað en að fara út á æfingasvæðið. En við þurfum að kafa djúpt í það hvort að það sem við erum að gera dags daglega það er standardar sem við höfum séu nógu háir. Hver og ein, ég og teymið þurfum þá að lyfta því upp og herða á þeim hlutum sem ég hef talað um og fundist okkur vanta..“

Að loknum þriðjungi hefðbundins móts er Þróttur þó á botninum og er það staðreynd sem Ólafur vill að liðið horfi í og bæti.

„Við þurfum að horfast í augu við það að við erum neðsta liðið í deildinni og höfum ekki ennþá unnið leik, Það er áskorun og annaðhvort skríður þú undir stein og felur þig eða ferð upp á steininn og tekur þessari áskorun og mætir þessum raunveruleika. “

Sagði Ólafur en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner