Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 25. maí 2024 19:26
Sverrir Örn Einarsson
Ólafur Kristjáns: Annaðhvort skríður þú undir stein og felur þig eða ferð upp á steininn
Kvenaboltinn
Ólafur Kristjánsson hefur ekki haft margar ástæður til þess að brosa í deildinni síðustu vikur
Ólafur Kristjánsson hefur ekki haft margar ástæður til þess að brosa í deildinni síðustu vikur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það sem mér fannst fara úrskeiðis var að aðstæðar voru eins og þær eru og við réðum ekki vel við þær. Þegar þær eru svona, blæs hressilega og ósléttur völlur þá þarftu að vera með grunnatriðin á hreinu. Að fara í návígin, vinna seinni boltanna og spila einfalt. Mér fannst það koma aðeins á kafla í seinni hálfleik en í fyrri hálfleik var það ekki til staðar.“ Sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Þróttar eftir 0-1 tap Þróttar gegn Keflavík á HS Orkuvellinum í dag þar sem liðin mættust í sjöttu umferð Bestu deildarinnar.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  0 Þróttur R.

Tapið þýðir að Keflavík skilur Þrótt eftir á botninum þar sem liðið situr með aðeins eitt stig að loknum sex umferðum og virkaði liðið jafnvel rúið sjálfstrausti. Nokkuð sem hlýtur að vera ansi langt frá þeim væntingum sem að Ólafur og liðið hafði fyrir mót.

„Það er langt frá okkar væntingum já. Sjálfstraust skiptir máli og sjálfstraust er ekki eitthvað sem þú kaupir út í búð heldur eitthvað sem þú vinnur þér inn. “

Um hvað tekur við og hvernig liðið getur snúið genginu við sagði Ólafur.

„Það er ekkert hægt að gera annað en að fara út á æfingasvæðið. En við þurfum að kafa djúpt í það hvort að það sem við erum að gera dags daglega það er standardar sem við höfum séu nógu háir. Hver og ein, ég og teymið þurfum þá að lyfta því upp og herða á þeim hlutum sem ég hef talað um og fundist okkur vanta..“

Að loknum þriðjungi hefðbundins móts er Þróttur þó á botninum og er það staðreynd sem Ólafur vill að liðið horfi í og bæti.

„Við þurfum að horfast í augu við það að við erum neðsta liðið í deildinni og höfum ekki ennþá unnið leik, Það er áskorun og annaðhvort skríður þú undir stein og felur þig eða ferð upp á steininn og tekur þessari áskorun og mætir þessum raunveruleika. “

Sagði Ólafur en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner