Salah orðaður við Sádi-Arabíu og Tyrkland - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid um grískan táning - Spurs gætu gert tilboð í Van Hecke
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
   lau 25. júní 2022 17:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Töldum rétt að Sara myndi klára skiptin strax svo hún gæti einbeitt sér að EM"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þorsteinn Halldórsson þjálfari kvennalandsliðsins var til viðtals hjá Fótbolta.net eftir æfingu liðsins í dag þar sem áhorfendur voru viðstaddir.


Þorsteinn hafði mjög gaman af þessu þrátt fyrir að hávær tónlist hafi aðeins truflað samskiptin á vellinum. Hann er mjög ánægður með áhugann á landsliðinu.

„Tvímælalaust, það er frábært að sjá fólk mæta og fylgjast með, virkilega gaman. Þetta gefur leikmönnum orku fyrir framhaldið að sjá raunverulega hver stuðningurinn er, virkilega gaman," sagði Þorsteinn.

Sara hefur ekki verið með landsliðinu allan tíman þar sem hún skrapp til Ítalíu til að skrifa undir samning við Juventus. Truflar það eitthvað undirbúninginn?

„Nei, við töldum það bara rétt að hún myndi klára þetta strax svo að spurningaflaumið myndi hætta og hennar staða væri klár og hún gæti farið að einbeita sér af EM," sagði Þorsteinn.

Þorsteinn er ánægður með þetta skref hjá Söru.

„Já þetta er flott. Juventus er flottur klúbbur og er að gera frábæra hluti á Ítalíu, ég held að þetta sé virkilega gott skref hjá henni,"

Juventus varð tvöfaldur meistari á Ítalíu á síðustu leiktíð en tapaði í 16 liða úrslitum gegn Lyon, þáverandi liði Söru Bjarkar en Lyon stóð uppi sem sigurvegari í keppninni að lokum eftir sigur á Barcelona í úrslitum.


Athugasemdir
banner