Juve reynir við Kolo Muani og Zirkzee - Mateta orðaður við Spurs - Fundað um Maguire
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   lau 25. júní 2022 17:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Töldum rétt að Sara myndi klára skiptin strax svo hún gæti einbeitt sér að EM"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þorsteinn Halldórsson þjálfari kvennalandsliðsins var til viðtals hjá Fótbolta.net eftir æfingu liðsins í dag þar sem áhorfendur voru viðstaddir.


Þorsteinn hafði mjög gaman af þessu þrátt fyrir að hávær tónlist hafi aðeins truflað samskiptin á vellinum. Hann er mjög ánægður með áhugann á landsliðinu.

„Tvímælalaust, það er frábært að sjá fólk mæta og fylgjast með, virkilega gaman. Þetta gefur leikmönnum orku fyrir framhaldið að sjá raunverulega hver stuðningurinn er, virkilega gaman," sagði Þorsteinn.

Sara hefur ekki verið með landsliðinu allan tíman þar sem hún skrapp til Ítalíu til að skrifa undir samning við Juventus. Truflar það eitthvað undirbúninginn?

„Nei, við töldum það bara rétt að hún myndi klára þetta strax svo að spurningaflaumið myndi hætta og hennar staða væri klár og hún gæti farið að einbeita sér af EM," sagði Þorsteinn.

Þorsteinn er ánægður með þetta skref hjá Söru.

„Já þetta er flott. Juventus er flottur klúbbur og er að gera frábæra hluti á Ítalíu, ég held að þetta sé virkilega gott skref hjá henni,"

Juventus varð tvöfaldur meistari á Ítalíu á síðustu leiktíð en tapaði í 16 liða úrslitum gegn Lyon, þáverandi liði Söru Bjarkar en Lyon stóð uppi sem sigurvegari í keppninni að lokum eftir sigur á Barcelona í úrslitum.


Athugasemdir
banner