Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   lau 25. júní 2022 17:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Töldum rétt að Sara myndi klára skiptin strax svo hún gæti einbeitt sér að EM"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þorsteinn Halldórsson þjálfari kvennalandsliðsins var til viðtals hjá Fótbolta.net eftir æfingu liðsins í dag þar sem áhorfendur voru viðstaddir.


Þorsteinn hafði mjög gaman af þessu þrátt fyrir að hávær tónlist hafi aðeins truflað samskiptin á vellinum. Hann er mjög ánægður með áhugann á landsliðinu.

„Tvímælalaust, það er frábært að sjá fólk mæta og fylgjast með, virkilega gaman. Þetta gefur leikmönnum orku fyrir framhaldið að sjá raunverulega hver stuðningurinn er, virkilega gaman," sagði Þorsteinn.

Sara hefur ekki verið með landsliðinu allan tíman þar sem hún skrapp til Ítalíu til að skrifa undir samning við Juventus. Truflar það eitthvað undirbúninginn?

„Nei, við töldum það bara rétt að hún myndi klára þetta strax svo að spurningaflaumið myndi hætta og hennar staða væri klár og hún gæti farið að einbeita sér af EM," sagði Þorsteinn.

Þorsteinn er ánægður með þetta skref hjá Söru.

„Já þetta er flott. Juventus er flottur klúbbur og er að gera frábæra hluti á Ítalíu, ég held að þetta sé virkilega gott skref hjá henni,"

Juventus varð tvöfaldur meistari á Ítalíu á síðustu leiktíð en tapaði í 16 liða úrslitum gegn Lyon, þáverandi liði Söru Bjarkar en Lyon stóð uppi sem sigurvegari í keppninni að lokum eftir sigur á Barcelona í úrslitum.


Athugasemdir
banner