Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 25. júlí 2020 17:48
Ívan Guðjón Baldursson
Xavi er með Covid-19
Með læriföðurnum.
Með læriföðurnum.
Mynd: Getty Images
Xavi Hernandez, aðalþjálfari Al Sadd í Katar, er ekki á hliðarlínunni í leik liðsins gegn Al Khor í efstu deildinni í dag. Hann er fjarverandi eftir að hafa komið jákvæður úr Covid-19 prófi.

Al Sadd er í þriðja sæti efstu deildar sem gefur þátttökurétt í undankeppni asísku Meistaradeildarinnar á næstu leiktíð.

„Ég mun ekki fylgja liðinu í dag heldur mun David Prats taka við störfum mínum á hliðarlínunni," segir í yfirlýsingu frá Xavi.

„Fyrir nokkrum dögum greindist ég með COVID19 en mér líður vel. Ég fylgi reglum settum af heilbrigðisyfirvöldum og verð áfram í einangrun eins lengi og þarf.

„Ég hlakka til að snúa aftur til starfa. Ég vil þakka öllum innan knattspyrnusambandsins og félagsins fyrir sitt mikilvæga starf sem varð til þess að ég greindist strax með veiruna og var settur í einangrun."


Xavi er nýbúinn að fá Santi Cazorla til liðs við sig í Katar en hann var ekki í hóp í dag.

Xavi hefur verið nefndur til sögunnar sem mögulegur arftaki Quique Setien hjá Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner