Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 25. júlí 2022 22:23
Ívan Guðjón Baldursson
Hallur Flosason í Aftureldingu (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Afturelding

Bakvörðurinn Hallur Flosason mun leika fyrir Aftureldingu út tímabilið en hann er búinn að spila sex leiki með ÍA í Bestu deildinni í sumar.


Hallur er 29 ára gamall og á tæplega 100 leiki að baki í efstu deild. Hann hefur leikið fyrir ÍA allan ferilinn og skorað 7 mörk í 168 leikjum.

Hallur verður mikill liðsstyrkur fyrir Mosfellinga sem eru um miðja Lengjudeild með 19 stig eftir 13 umferðir. 

„Afturelding býður Hall hjartanlega velkominn í Mosfellsbæinn en félagið vill einnig þakka ÍA fyrir góð samskipti varðandi lánssamninginn."


Athugasemdir
banner
banner