Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   þri 25. júlí 2023 22:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Anton Ari sefur ekki mikið í nótt - „Ótrúlega lélegt hjá mér"
Anton Ari Einarsson.
Anton Ari Einarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ekkert eðlilega fúll," sagði Anton Ari Einarsson, markvörður Breiðabliks, eftir 0-2 tap gegn FC Kaupmannahöfn í forkeppni Meistaradeildarinnar á Kópavogsvelli í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  2 FCK

„Ég geri mistök sem ég á ekki að gera í fyrsta markinu. Þannig breytist leikurinn ótrúlega mikið og ég er hundfúll með það."

Það tók FCK um það bil 40 sekúndur að skora fyrsta mark leiksins en þá gerði Anton slæm mistök.

„Ég tek alltof seint ákvörðun að fara út að hreinsa boltann, ég hreinsa honum í sóknarmanninn þeirra sem skorar svo í autt markið. Þetta er ótrúlega lélegt hjá mér og ég á að gera betur."

„Mér fannst við spila mjög vel og ef nokkrir hlutir hefðu dottið öðruvísi þá hefðu úrslitin verið önnur, en svona er boltinn."

Anton viðurkennir að hann muni eiga erfitt með svefn í nótt. „Það er ótrúlega svekkjandi hvernig þetta spilast, ég er með ótrúlega léleg og dýrkeypt mistök eftir eina mínútu. Það breytir öllu. Ég er ekki að fara að sofa mikið í nótt, ég get lofað þér því. Maður svekkir sig á þessu en maður þarf að reyna að vera snöggur að því að gleyma þessu og læra af þessu."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner