Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
Gregg Ryder: Skrítnasta sem að ég hef nokkurntímann séð
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
   þri 25. júlí 2023 22:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Anton Ari sefur ekki mikið í nótt - „Ótrúlega lélegt hjá mér"
Anton Ari Einarsson.
Anton Ari Einarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ekkert eðlilega fúll," sagði Anton Ari Einarsson, markvörður Breiðabliks, eftir 0-2 tap gegn FC Kaupmannahöfn í forkeppni Meistaradeildarinnar á Kópavogsvelli í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  2 FCK

„Ég geri mistök sem ég á ekki að gera í fyrsta markinu. Þannig breytist leikurinn ótrúlega mikið og ég er hundfúll með það."

Það tók FCK um það bil 40 sekúndur að skora fyrsta mark leiksins en þá gerði Anton slæm mistök.

„Ég tek alltof seint ákvörðun að fara út að hreinsa boltann, ég hreinsa honum í sóknarmanninn þeirra sem skorar svo í autt markið. Þetta er ótrúlega lélegt hjá mér og ég á að gera betur."

„Mér fannst við spila mjög vel og ef nokkrir hlutir hefðu dottið öðruvísi þá hefðu úrslitin verið önnur, en svona er boltinn."

Anton viðurkennir að hann muni eiga erfitt með svefn í nótt. „Það er ótrúlega svekkjandi hvernig þetta spilast, ég er með ótrúlega léleg og dýrkeypt mistök eftir eina mínútu. Það breytir öllu. Ég er ekki að fara að sofa mikið í nótt, ég get lofað þér því. Maður svekkir sig á þessu en maður þarf að reyna að vera snöggur að því að gleyma þessu og læra af þessu."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner