Trent til Real - Hvað gerir Salah? - Williams til Arsenal - Wharton til City og Quenda tl United
Sjáðu myndbandið sem Víkingar horfðu á í klefanum
Ekki alveg partur af handriti Hauks - „Töldum þetta best fyrir minn feril"
Formaðurinn spenntur: Risastór stund í íslenskum íþróttum
Björn Bjartmarz bjartsýnn: Besta ráðning félagsins
Danijel Djuric: Hann er með öðruvísi DNA
Sölvi daginn fyrir leikinn stóra: Þurfum á hlaupurum að halda
Anton Logi: Ég vildi bara fara burt og koma heim
Ari segir Víking ráða: Ég er ekkert ódýr
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
„Innst inni held ég að allir hafi skilning fyrir þessu“
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
   þri 25. júlí 2023 22:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Anton Ari sefur ekki mikið í nótt - „Ótrúlega lélegt hjá mér"
Anton Ari Einarsson.
Anton Ari Einarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ekkert eðlilega fúll," sagði Anton Ari Einarsson, markvörður Breiðabliks, eftir 0-2 tap gegn FC Kaupmannahöfn í forkeppni Meistaradeildarinnar á Kópavogsvelli í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  2 FCK

„Ég geri mistök sem ég á ekki að gera í fyrsta markinu. Þannig breytist leikurinn ótrúlega mikið og ég er hundfúll með það."

Það tók FCK um það bil 40 sekúndur að skora fyrsta mark leiksins en þá gerði Anton slæm mistök.

„Ég tek alltof seint ákvörðun að fara út að hreinsa boltann, ég hreinsa honum í sóknarmanninn þeirra sem skorar svo í autt markið. Þetta er ótrúlega lélegt hjá mér og ég á að gera betur."

„Mér fannst við spila mjög vel og ef nokkrir hlutir hefðu dottið öðruvísi þá hefðu úrslitin verið önnur, en svona er boltinn."

Anton viðurkennir að hann muni eiga erfitt með svefn í nótt. „Það er ótrúlega svekkjandi hvernig þetta spilast, ég er með ótrúlega léleg og dýrkeypt mistök eftir eina mínútu. Það breytir öllu. Ég er ekki að fara að sofa mikið í nótt, ég get lofað þér því. Maður svekkir sig á þessu en maður þarf að reyna að vera snöggur að því að gleyma þessu og læra af þessu."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner