Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
Sigurður Pétur: Tindastóll klárlega draumaandstæðingur
Jón Arnar: Ætli ég hafi ekki bara sprungið?
Veigar Páll: Við erum einu skrefi nær Laugardalsvelli
Arnar Grétars: Lið sem á að vera að keppa um að fara upp
Ekroth: Eitthvað sem við höfum rætt og erum sammála um
Sölvi Geir: Ef ég fæ að ráða þá fer hann ekkert annað
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
   þri 25. júlí 2023 22:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Anton Ari sefur ekki mikið í nótt - „Ótrúlega lélegt hjá mér"
Anton Ari Einarsson.
Anton Ari Einarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ekkert eðlilega fúll," sagði Anton Ari Einarsson, markvörður Breiðabliks, eftir 0-2 tap gegn FC Kaupmannahöfn í forkeppni Meistaradeildarinnar á Kópavogsvelli í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  2 FCK

„Ég geri mistök sem ég á ekki að gera í fyrsta markinu. Þannig breytist leikurinn ótrúlega mikið og ég er hundfúll með það."

Það tók FCK um það bil 40 sekúndur að skora fyrsta mark leiksins en þá gerði Anton slæm mistök.

„Ég tek alltof seint ákvörðun að fara út að hreinsa boltann, ég hreinsa honum í sóknarmanninn þeirra sem skorar svo í autt markið. Þetta er ótrúlega lélegt hjá mér og ég á að gera betur."

„Mér fannst við spila mjög vel og ef nokkrir hlutir hefðu dottið öðruvísi þá hefðu úrslitin verið önnur, en svona er boltinn."

Anton viðurkennir að hann muni eiga erfitt með svefn í nótt. „Það er ótrúlega svekkjandi hvernig þetta spilast, ég er með ótrúlega léleg og dýrkeypt mistök eftir eina mínútu. Það breytir öllu. Ég er ekki að fara að sofa mikið í nótt, ég get lofað þér því. Maður svekkir sig á þessu en maður þarf að reyna að vera snöggur að því að gleyma þessu og læra af þessu."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner