Fjórir leikir verða í Pepsi-deild karla í kvöld og umferðinni lýkur svo með tveimur leikjum annað kvöld. Í upptökunni í spilaranum hér að ofan má heyra Guðmund Steinarsson fara yfir leikina og einnig viðtal við Rúnar Alex Rúnarsson.
Upptakan er úr útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu í gær.
Upptakan er úr útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu í gær.
Rúnar Alex Rúnarsson er að fara að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik í Pepsi-deildinni en hann ver mark KR í stórleik gegn FH í kvöld. Þessi ungi markvörður fyllir skarðið sem Hannes Þór Halldórsson skilur eftir sig þar sem hann tekur út leikbann.
„Ég er fullur tilhlökkunar Það er skemmtilegra að fá að spila á heimavelli. Ég er mjög spenntur og það er rétt blanda af stressi og tilhlökkun," sagði Alex.
„Mér finnst þetta vera stærsti leikurinn hingað til á ferlinum þó maður sé kominn með ágætis reynslu."
„Hannes hefur verið rosalega góður að gefa mér ráð og undirbúa mig. Fyrir Evrópuleikinn í Belgíu töluðum við mikið saman. Hannes er frábær karakter innan vallar sem utan," sagði Rúnar sem fékk tækifæri í Evrópuleik gegn Standard Liege fyrr í sumar.
„Þetta var örugglega það skemmtilegasta sem ég hef gert hingað til. Þetta var geðveik upplifun, það var kastað í mann kveikjara og svona."
Leikir dagsins:
17:00 Valur - Þór
17:00 Fylkir - ÍBV
17:00 Víkingur Ó. - Breiðablik
18:00 KR - FH
Athugasemdir




