Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   sun 25. ágúst 2024 21:38
Sverrir Örn Einarsson
Dóri Árna: Þurftum að leysa leikinn aðeins upp
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við gerðum nóg heilt yfir í leiknum til að verðskulda hér sigur. Auðvitað þurftum við að grafa mjög djúpt og sýna karakter síðustu mínúturnar til að jafna og koma inn sigurmarki en mér fannst það sanngjörn úrslit.“ Voru fyrstu orð Halldórs Árnasonar um afhverju Breiðablik fór af Elkemvellinum á Akranesi eftir 2-1 endurkomu sigur á ÍA fyrr í dag. Halldór hélt áfram.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  2 Breiðablik

„Mér fannst við spila mjög vel og náðum að stjórna leiknum mjög vel með og án bolta. Það var í kringum markið þeirra þegar þeir fara í það að fara langt eðlilega eftir að hafa komsist hvorki lönd né strönd í fyrri hálfleik gegn pressunni okkar. Þeir byrja að fara langt sem þeir eru gríðarlega sterkir í og með sterka leikmenn. Þeir voru að vinna seinni bolta og koma honum út á vængina og búa til fyrirgjafir og fá horn og þetta og þá lá þeirra mark kannski svolítið í loftinu. En fyrir utan þann kafla fannst mér við yfir bæði sóknar og varnarlega og bara gæði sem skópu þennan sigur.“

Þegar um 20 mínútur liðu leiks var eins og lið Breiðabliks hefði skipt um gír og varð bragur liðisins annar og meiri fyrir vikið. Hvað bjó þar að baki?

„Við horfum í það þannig að við þurftum að sækja tvö mörk. Við vorum búnir að vera mjög þolinmóðir á boltann og stjórnuðum leiknum. Við þurftum aðeins að leysa leikinn upp og gerðum breytingar á liðinu og fórum að krossa boltann meira inn á teiginn sem að lukkaðist ágætlega.

Andri Rafn Yeoman var fluttur á brott af leikstað með sjúkrabíl um það leyti sem viðtalið fór fram. Hvað kom fyrir hjá honum?

„Ég sá ekki hvað gerðist en þetta er samstuð og hann fær þungt höfuðhögg, högg á vörina og ansi myndarlega holu í vörina sem er væntanlega verið að fara í að loka. Ég vona að þetta sé ekki alvarlegra en það en hann hefur litið betur út drengurinn.“
Athugasemdir
banner