Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
Pétur Péturs: Finnst þér ég orðinn svona gamall?
Nik: Ætlum ekki að liggja á liði okkar og halda að einn sé nóg
Selma Dögg stolt: Víkingur er á uppleið
Agla María: Eitthvað hungur sem verður til
Ásta Eir: Þetta var það sem ég sá fyrir mér þegar þessi leikur var í augsýn
Fanndís: Töpuðum ekki þessum titli í dag
Telma: Trúi því ekki að þetta hafi gerst
Vann Lengjudeildina og Bestu deildina á árinu - „Þetta er svo súrrealískt“
Víkingar skemmta sér á Akureyri í kvöld - „Vonandi verður alvöru partý í Fossvogi"
Jóhann Kristinn: Vildi ekki gefa rautt spjald í kvennaleik
Guðni: Sáttur við tímabilið
Óli Kristjáns sáttur með tímabilið: Það var alltaf trú
„Stórsigur fyrir okkur, sá stærsti í sumar það er klárt“
Rúnar: Hundleiðinlegt að tapa
Andri Rúnar um markið ótrúlega: Þá varð maður að prófa
Dagur í lífi Kristínar Dísar - Hádegishrekkur, sláarkeppni og blótsyrði á íslensku
Ásta Eir: Það væri bara mjög mikill skandall
Elísa Viðars: Maður þekkir þær eins og handarbakið á sér
Adda: Ég held að það hafi meira verið í fjölmiðlum og annað
Dagur í lífi Jasmínar - Fótbolta'ick' og skrautlegur golfhringur
banner
   sun 25. ágúst 2024 21:38
Sverrir Örn Einarsson
Dóri Árna: Þurftum að leysa leikinn aðeins upp
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við gerðum nóg heilt yfir í leiknum til að verðskulda hér sigur. Auðvitað þurftum við að grafa mjög djúpt og sýna karakter síðustu mínúturnar til að jafna og koma inn sigurmarki en mér fannst það sanngjörn úrslit.“ Voru fyrstu orð Halldórs Árnasonar um afhverju Breiðablik fór af Elkemvellinum á Akranesi eftir 2-1 endurkomu sigur á ÍA fyrr í dag. Halldór hélt áfram.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  2 Breiðablik

„Mér fannst við spila mjög vel og náðum að stjórna leiknum mjög vel með og án bolta. Það var í kringum markið þeirra þegar þeir fara í það að fara langt eðlilega eftir að hafa komsist hvorki lönd né strönd í fyrri hálfleik gegn pressunni okkar. Þeir byrja að fara langt sem þeir eru gríðarlega sterkir í og með sterka leikmenn. Þeir voru að vinna seinni bolta og koma honum út á vængina og búa til fyrirgjafir og fá horn og þetta og þá lá þeirra mark kannski svolítið í loftinu. En fyrir utan þann kafla fannst mér við yfir bæði sóknar og varnarlega og bara gæði sem skópu þennan sigur.“

Þegar um 20 mínútur liðu leiks var eins og lið Breiðabliks hefði skipt um gír og varð bragur liðisins annar og meiri fyrir vikið. Hvað bjó þar að baki?

„Við horfum í það þannig að við þurftum að sækja tvö mörk. Við vorum búnir að vera mjög þolinmóðir á boltann og stjórnuðum leiknum. Við þurftum aðeins að leysa leikinn upp og gerðum breytingar á liðinu og fórum að krossa boltann meira inn á teiginn sem að lukkaðist ágætlega.

Andri Rafn Yeoman var fluttur á brott af leikstað með sjúkrabíl um það leyti sem viðtalið fór fram. Hvað kom fyrir hjá honum?

„Ég sá ekki hvað gerðist en þetta er samstuð og hann fær þungt höfuðhögg, högg á vörina og ansi myndarlega holu í vörina sem er væntanlega verið að fara í að loka. Ég vona að þetta sé ekki alvarlegra en það en hann hefur litið betur út drengurinn.“
Athugasemdir
banner
banner
banner