Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   sun 25. ágúst 2024 21:38
Sverrir Örn Einarsson
Dóri Árna: Þurftum að leysa leikinn aðeins upp
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við gerðum nóg heilt yfir í leiknum til að verðskulda hér sigur. Auðvitað þurftum við að grafa mjög djúpt og sýna karakter síðustu mínúturnar til að jafna og koma inn sigurmarki en mér fannst það sanngjörn úrslit.“ Voru fyrstu orð Halldórs Árnasonar um afhverju Breiðablik fór af Elkemvellinum á Akranesi eftir 2-1 endurkomu sigur á ÍA fyrr í dag. Halldór hélt áfram.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  2 Breiðablik

„Mér fannst við spila mjög vel og náðum að stjórna leiknum mjög vel með og án bolta. Það var í kringum markið þeirra þegar þeir fara í það að fara langt eðlilega eftir að hafa komsist hvorki lönd né strönd í fyrri hálfleik gegn pressunni okkar. Þeir byrja að fara langt sem þeir eru gríðarlega sterkir í og með sterka leikmenn. Þeir voru að vinna seinni bolta og koma honum út á vængina og búa til fyrirgjafir og fá horn og þetta og þá lá þeirra mark kannski svolítið í loftinu. En fyrir utan þann kafla fannst mér við yfir bæði sóknar og varnarlega og bara gæði sem skópu þennan sigur.“

Þegar um 20 mínútur liðu leiks var eins og lið Breiðabliks hefði skipt um gír og varð bragur liðisins annar og meiri fyrir vikið. Hvað bjó þar að baki?

„Við horfum í það þannig að við þurftum að sækja tvö mörk. Við vorum búnir að vera mjög þolinmóðir á boltann og stjórnuðum leiknum. Við þurftum aðeins að leysa leikinn upp og gerðum breytingar á liðinu og fórum að krossa boltann meira inn á teiginn sem að lukkaðist ágætlega.

Andri Rafn Yeoman var fluttur á brott af leikstað með sjúkrabíl um það leyti sem viðtalið fór fram. Hvað kom fyrir hjá honum?

„Ég sá ekki hvað gerðist en þetta er samstuð og hann fær þungt höfuðhögg, högg á vörina og ansi myndarlega holu í vörina sem er væntanlega verið að fara í að loka. Ég vona að þetta sé ekki alvarlegra en það en hann hefur litið betur út drengurinn.“
Athugasemdir
banner