Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
   sun 25. ágúst 2024 21:38
Sverrir Örn Einarsson
Dóri Árna: Þurftum að leysa leikinn aðeins upp
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við gerðum nóg heilt yfir í leiknum til að verðskulda hér sigur. Auðvitað þurftum við að grafa mjög djúpt og sýna karakter síðustu mínúturnar til að jafna og koma inn sigurmarki en mér fannst það sanngjörn úrslit.“ Voru fyrstu orð Halldórs Árnasonar um afhverju Breiðablik fór af Elkemvellinum á Akranesi eftir 2-1 endurkomu sigur á ÍA fyrr í dag. Halldór hélt áfram.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  2 Breiðablik

„Mér fannst við spila mjög vel og náðum að stjórna leiknum mjög vel með og án bolta. Það var í kringum markið þeirra þegar þeir fara í það að fara langt eðlilega eftir að hafa komsist hvorki lönd né strönd í fyrri hálfleik gegn pressunni okkar. Þeir byrja að fara langt sem þeir eru gríðarlega sterkir í og með sterka leikmenn. Þeir voru að vinna seinni bolta og koma honum út á vængina og búa til fyrirgjafir og fá horn og þetta og þá lá þeirra mark kannski svolítið í loftinu. En fyrir utan þann kafla fannst mér við yfir bæði sóknar og varnarlega og bara gæði sem skópu þennan sigur.“

Þegar um 20 mínútur liðu leiks var eins og lið Breiðabliks hefði skipt um gír og varð bragur liðisins annar og meiri fyrir vikið. Hvað bjó þar að baki?

„Við horfum í það þannig að við þurftum að sækja tvö mörk. Við vorum búnir að vera mjög þolinmóðir á boltann og stjórnuðum leiknum. Við þurftum aðeins að leysa leikinn upp og gerðum breytingar á liðinu og fórum að krossa boltann meira inn á teiginn sem að lukkaðist ágætlega.

Andri Rafn Yeoman var fluttur á brott af leikstað með sjúkrabíl um það leyti sem viðtalið fór fram. Hvað kom fyrir hjá honum?

„Ég sá ekki hvað gerðist en þetta er samstuð og hann fær þungt höfuðhögg, högg á vörina og ansi myndarlega holu í vörina sem er væntanlega verið að fara í að loka. Ég vona að þetta sé ekki alvarlegra en það en hann hefur litið betur út drengurinn.“
Athugasemdir
banner
banner
banner