Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   sun 25. ágúst 2024 11:20
Ívan Guðjón Baldursson
Gilmour í læknisskoðun hjá Napoli á næstu dögum
Billy Gilmour í leik gegn Declan Rice.
Billy Gilmour í leik gegn Declan Rice.
Mynd: EPA
Fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano hefur verið duglegur að skrifa um yfirvofandi félagaskipti Billy Gilmour til Napoli.

Napoli og Brighton hafa komist að samkomulagi um kaupverð, sem nemur um 15 milljónum punda, og mun Gilmour gangast undir læknisskoðun hjá Napoli á næstu dögum.

Enskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að Gilmour væri mögulega ekki á leið til Napoli þegar hann var í byrjunarliði Brighton í 2-1 sigri gegn Manchester United, en svo er ekki.

Gilmour var líklegast að spila kveðjuleik sinn fyrir Brighton og mun þessi 23 ára Skoti reyna fyrir sér í ítalska boltanum.

Napoli er einnig á höttunum eftir samlanda hans Scott McTominay, sem er miðjumaður hjá Manchester United og talsvert dýrari heldur en Gilmour.
Athugasemdir
banner
banner
banner