Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   sun 25. ágúst 2024 21:09
Sverrir Örn Einarsson
Höskuldur: Ef maður bankar nógu oft
Höskuldur Gunnlaugsson
Höskuldur Gunnlaugsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Maður er bara í smá spennufalli núna. Þetta var rosalegur járn í járn leikur. Skaginn með þrusuflott lið, erfiðir, á góðu skriði og mikill andi í þeim. Sömuleiðis í okkur þannig að þetta voru tvö lið að koma inn í leikinn af miklum krafti og leikurinn einkenndist af því. En þetta var mjög sætt.“ Sagði Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks að loknum 2-1 sigri Breiðabliks á liði ÍA á Akranesi í dag.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  2 Breiðablik

Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn og fengu bæði lið álitlegar stöður til þess að skora sem gekk þó ekki. Í upphafi síðari hálfleiks var lið ÍA öllu sterkara og komst nokkuð verðskuldað yfir. Við það hresstust Blikar þó heldur og herjuðu á heimamenn og uppskáru ávöxt þess erfiðis þegar upp var staðið.

„Þetta mark þeirra var smá tuska í andlitið. En ég er ánægður með viðbragðið. Liðið missti ekki hausinn og enn meira í sóknaraðgerðirnar. Við köstuðum öllu fram en héldum samt strúktúr. En við sýndum mikið hugrekki og það er þannig að ef þú bankar nógu oft á dyrnar þá opnast eitthvað.“

Vel var komið fram í uppbótartíma þegar Breiðablik fékk dæmda vítaspyrnu. Fyrirliðinn Höskuldur fór á punktinn og skoraði af öryggi úr spyrnunni. En hvað fer um hugann þegar hann stendur á vítapunktinum á jafn mikilvægu augnabliki í leiknum?

„Auðvitað stressandi augnablik en maður reynir að geyma þær vangaveltur þar til eftir á. Maður reynir að hafa kaldan haus og að leyfa innsæinu að taka aðeins yfir. “

Sagði Höskuldur en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner