Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   sun 25. ágúst 2024 21:09
Sverrir Örn Einarsson
Höskuldur: Ef maður bankar nógu oft
Höskuldur Gunnlaugsson
Höskuldur Gunnlaugsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Maður er bara í smá spennufalli núna. Þetta var rosalegur járn í járn leikur. Skaginn með þrusuflott lið, erfiðir, á góðu skriði og mikill andi í þeim. Sömuleiðis í okkur þannig að þetta voru tvö lið að koma inn í leikinn af miklum krafti og leikurinn einkenndist af því. En þetta var mjög sætt.“ Sagði Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks að loknum 2-1 sigri Breiðabliks á liði ÍA á Akranesi í dag.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  2 Breiðablik

Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn og fengu bæði lið álitlegar stöður til þess að skora sem gekk þó ekki. Í upphafi síðari hálfleiks var lið ÍA öllu sterkara og komst nokkuð verðskuldað yfir. Við það hresstust Blikar þó heldur og herjuðu á heimamenn og uppskáru ávöxt þess erfiðis þegar upp var staðið.

„Þetta mark þeirra var smá tuska í andlitið. En ég er ánægður með viðbragðið. Liðið missti ekki hausinn og enn meira í sóknaraðgerðirnar. Við köstuðum öllu fram en héldum samt strúktúr. En við sýndum mikið hugrekki og það er þannig að ef þú bankar nógu oft á dyrnar þá opnast eitthvað.“

Vel var komið fram í uppbótartíma þegar Breiðablik fékk dæmda vítaspyrnu. Fyrirliðinn Höskuldur fór á punktinn og skoraði af öryggi úr spyrnunni. En hvað fer um hugann þegar hann stendur á vítapunktinum á jafn mikilvægu augnabliki í leiknum?

„Auðvitað stressandi augnablik en maður reynir að geyma þær vangaveltur þar til eftir á. Maður reynir að hafa kaldan haus og að leyfa innsæinu að taka aðeins yfir. “

Sagði Höskuldur en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner