Dortmund vill Rashford - City að bjóða í Cambiaso - West Ham og Tottenham hafa áhuga á Ansu Fati
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
   sun 25. ágúst 2024 21:09
Sverrir Örn Einarsson
Höskuldur: Ef maður bankar nógu oft
Höskuldur Gunnlaugsson
Höskuldur Gunnlaugsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Maður er bara í smá spennufalli núna. Þetta var rosalegur járn í járn leikur. Skaginn með þrusuflott lið, erfiðir, á góðu skriði og mikill andi í þeim. Sömuleiðis í okkur þannig að þetta voru tvö lið að koma inn í leikinn af miklum krafti og leikurinn einkenndist af því. En þetta var mjög sætt.“ Sagði Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks að loknum 2-1 sigri Breiðabliks á liði ÍA á Akranesi í dag.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  2 Breiðablik

Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn og fengu bæði lið álitlegar stöður til þess að skora sem gekk þó ekki. Í upphafi síðari hálfleiks var lið ÍA öllu sterkara og komst nokkuð verðskuldað yfir. Við það hresstust Blikar þó heldur og herjuðu á heimamenn og uppskáru ávöxt þess erfiðis þegar upp var staðið.

„Þetta mark þeirra var smá tuska í andlitið. En ég er ánægður með viðbragðið. Liðið missti ekki hausinn og enn meira í sóknaraðgerðirnar. Við köstuðum öllu fram en héldum samt strúktúr. En við sýndum mikið hugrekki og það er þannig að ef þú bankar nógu oft á dyrnar þá opnast eitthvað.“

Vel var komið fram í uppbótartíma þegar Breiðablik fékk dæmda vítaspyrnu. Fyrirliðinn Höskuldur fór á punktinn og skoraði af öryggi úr spyrnunni. En hvað fer um hugann þegar hann stendur á vítapunktinum á jafn mikilvægu augnabliki í leiknum?

„Auðvitað stressandi augnablik en maður reynir að geyma þær vangaveltur þar til eftir á. Maður reynir að hafa kaldan haus og að leyfa innsæinu að taka aðeins yfir. “

Sagði Höskuldur en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner