Mikill áhugi á Kelleher - Chelsea vill fá Semenyo
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   sun 25. ágúst 2024 21:09
Sverrir Örn Einarsson
Höskuldur: Ef maður bankar nógu oft
Höskuldur Gunnlaugsson
Höskuldur Gunnlaugsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Maður er bara í smá spennufalli núna. Þetta var rosalegur járn í járn leikur. Skaginn með þrusuflott lið, erfiðir, á góðu skriði og mikill andi í þeim. Sömuleiðis í okkur þannig að þetta voru tvö lið að koma inn í leikinn af miklum krafti og leikurinn einkenndist af því. En þetta var mjög sætt.“ Sagði Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks að loknum 2-1 sigri Breiðabliks á liði ÍA á Akranesi í dag.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  2 Breiðablik

Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn og fengu bæði lið álitlegar stöður til þess að skora sem gekk þó ekki. Í upphafi síðari hálfleiks var lið ÍA öllu sterkara og komst nokkuð verðskuldað yfir. Við það hresstust Blikar þó heldur og herjuðu á heimamenn og uppskáru ávöxt þess erfiðis þegar upp var staðið.

„Þetta mark þeirra var smá tuska í andlitið. En ég er ánægður með viðbragðið. Liðið missti ekki hausinn og enn meira í sóknaraðgerðirnar. Við köstuðum öllu fram en héldum samt strúktúr. En við sýndum mikið hugrekki og það er þannig að ef þú bankar nógu oft á dyrnar þá opnast eitthvað.“

Vel var komið fram í uppbótartíma þegar Breiðablik fékk dæmda vítaspyrnu. Fyrirliðinn Höskuldur fór á punktinn og skoraði af öryggi úr spyrnunni. En hvað fer um hugann þegar hann stendur á vítapunktinum á jafn mikilvægu augnabliki í leiknum?

„Auðvitað stressandi augnablik en maður reynir að geyma þær vangaveltur þar til eftir á. Maður reynir að hafa kaldan haus og að leyfa innsæinu að taka aðeins yfir. “

Sagði Höskuldur en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner