Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
   sun 25. ágúst 2024 21:23
Sverrir Örn Einarsson
Jón Þór: Misstum tök á því sem við vorum að gera vel
Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA
Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA var að vonum svekktur eftir 2-1 tap ÍA gegn Breiðablik á Akranesi fyrr í dag. Skagamenn sem komust yfir í leiknum þurftu að horfa á eftir þremur stigum í Kópavoginn í þetta skiptið þrátt fyrir að hafa komist yfir í leiknum. Til að bæta gráu ofan á svart kom sigurmarkið úr vítspyrnu er langt var liðið á uppbótartíma leiksins. Jón Þór var til viðtals við Fótbolta.net.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  2 Breiðablik

„Hrikalega svekkjandi að fá ekkert út úr þessum leik. Mér fannst ekkert vera á milli þessara liða í dag. Mér fannst við með góð tök á leiknum og spila í 70 mínútur virkilega vel. Við hefðum getað skorað nokkrum sinnum í upphafi leiks og gerum svo hrikalega vel að komast yfir. Eftir það fannst mér við missa öll tök á því sem við vorum búnir að vera að gera vel og Blikarnir nýttu sér það frábærlega.“

Jón Þór gerði tvöfalda breytingu á liði sínu eftir um 70 mínútur voru búnar. Hinrik Harðarson og Ingi Þór Sigurðsson fóru þá af velli fyrir Steinar Þorsteinsson og Rúnar Má Sigurjónsson. Leikur liðsins virtist riðlast nokkuð við skiptinguna og féll liðið ansi aftarlega á völlinn. Voru menn að reyna verja forskotið um of?

„Ósjálfrátt gerðist það en mér fannst við bara missa tök á því sem við vorum að gera. Hvernig við ætluðum að verjast þeim og hvernig við vorum búnir að verjast þeim allan þennan tíma. Við fórum að gefa eftir stór svæði bæði á vængjunum og í millisvæðinu og þeir dældu boltunum inn frá þeim svæðum. Síðan gerum við okkur seka um slæm mistök í teignum og erum ekki að verja hann nægjanlega vel heldur og Blikarnir eru bara nægjanlega góðir til þess að nýta sér það.“

Sigurmark Blika kom eins og áður segir úr vítaspyrnu. Um dóminn sagði Jón Þór.

„Rosalega erfitt að tjá sig um þetta svona strax eftir leik hafandi ekki séð þetta í sjónvarpi. En frá því sem ég stóð þá var þetta klárlega vítaspyrna. “

Sagði Jón Þór en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner