Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
   sun 25. ágúst 2024 21:23
Sverrir Örn Einarsson
Jón Þór: Misstum tök á því sem við vorum að gera vel
Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA
Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA var að vonum svekktur eftir 2-1 tap ÍA gegn Breiðablik á Akranesi fyrr í dag. Skagamenn sem komust yfir í leiknum þurftu að horfa á eftir þremur stigum í Kópavoginn í þetta skiptið þrátt fyrir að hafa komist yfir í leiknum. Til að bæta gráu ofan á svart kom sigurmarkið úr vítspyrnu er langt var liðið á uppbótartíma leiksins. Jón Þór var til viðtals við Fótbolta.net.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  2 Breiðablik

„Hrikalega svekkjandi að fá ekkert út úr þessum leik. Mér fannst ekkert vera á milli þessara liða í dag. Mér fannst við með góð tök á leiknum og spila í 70 mínútur virkilega vel. Við hefðum getað skorað nokkrum sinnum í upphafi leiks og gerum svo hrikalega vel að komast yfir. Eftir það fannst mér við missa öll tök á því sem við vorum búnir að vera að gera vel og Blikarnir nýttu sér það frábærlega.“

Jón Þór gerði tvöfalda breytingu á liði sínu eftir um 70 mínútur voru búnar. Hinrik Harðarson og Ingi Þór Sigurðsson fóru þá af velli fyrir Steinar Þorsteinsson og Rúnar Má Sigurjónsson. Leikur liðsins virtist riðlast nokkuð við skiptinguna og féll liðið ansi aftarlega á völlinn. Voru menn að reyna verja forskotið um of?

„Ósjálfrátt gerðist það en mér fannst við bara missa tök á því sem við vorum að gera. Hvernig við ætluðum að verjast þeim og hvernig við vorum búnir að verjast þeim allan þennan tíma. Við fórum að gefa eftir stór svæði bæði á vængjunum og í millisvæðinu og þeir dældu boltunum inn frá þeim svæðum. Síðan gerum við okkur seka um slæm mistök í teignum og erum ekki að verja hann nægjanlega vel heldur og Blikarnir eru bara nægjanlega góðir til þess að nýta sér það.“

Sigurmark Blika kom eins og áður segir úr vítaspyrnu. Um dóminn sagði Jón Þór.

„Rosalega erfitt að tjá sig um þetta svona strax eftir leik hafandi ekki séð þetta í sjónvarpi. En frá því sem ég stóð þá var þetta klárlega vítaspyrna. “

Sagði Jón Þór en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner