Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
   sun 25. ágúst 2024 21:23
Sverrir Örn Einarsson
Jón Þór: Misstum tök á því sem við vorum að gera vel
Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA
Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA var að vonum svekktur eftir 2-1 tap ÍA gegn Breiðablik á Akranesi fyrr í dag. Skagamenn sem komust yfir í leiknum þurftu að horfa á eftir þremur stigum í Kópavoginn í þetta skiptið þrátt fyrir að hafa komist yfir í leiknum. Til að bæta gráu ofan á svart kom sigurmarkið úr vítspyrnu er langt var liðið á uppbótartíma leiksins. Jón Þór var til viðtals við Fótbolta.net.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  2 Breiðablik

„Hrikalega svekkjandi að fá ekkert út úr þessum leik. Mér fannst ekkert vera á milli þessara liða í dag. Mér fannst við með góð tök á leiknum og spila í 70 mínútur virkilega vel. Við hefðum getað skorað nokkrum sinnum í upphafi leiks og gerum svo hrikalega vel að komast yfir. Eftir það fannst mér við missa öll tök á því sem við vorum búnir að vera að gera vel og Blikarnir nýttu sér það frábærlega.“

Jón Þór gerði tvöfalda breytingu á liði sínu eftir um 70 mínútur voru búnar. Hinrik Harðarson og Ingi Þór Sigurðsson fóru þá af velli fyrir Steinar Þorsteinsson og Rúnar Má Sigurjónsson. Leikur liðsins virtist riðlast nokkuð við skiptinguna og féll liðið ansi aftarlega á völlinn. Voru menn að reyna verja forskotið um of?

„Ósjálfrátt gerðist það en mér fannst við bara missa tök á því sem við vorum að gera. Hvernig við ætluðum að verjast þeim og hvernig við vorum búnir að verjast þeim allan þennan tíma. Við fórum að gefa eftir stór svæði bæði á vængjunum og í millisvæðinu og þeir dældu boltunum inn frá þeim svæðum. Síðan gerum við okkur seka um slæm mistök í teignum og erum ekki að verja hann nægjanlega vel heldur og Blikarnir eru bara nægjanlega góðir til þess að nýta sér það.“

Sigurmark Blika kom eins og áður segir úr vítaspyrnu. Um dóminn sagði Jón Þór.

„Rosalega erfitt að tjá sig um þetta svona strax eftir leik hafandi ekki séð þetta í sjónvarpi. En frá því sem ég stóð þá var þetta klárlega vítaspyrna. “

Sagði Jón Þór en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner