Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
   lau 25. september 2021 17:17
Brynjar Ingi Erluson
Óttar Bjarni: Þetta var eins og í Lord of the Rings
Óttar Bjarni Guðmundsson
Óttar Bjarni Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Óttar Bjarni Guðmundsson, fyrirliði ÍA, var gríðarlega ánægður eftir að ÍA tókst að bjarga sér frá falli með 3-2 sigri á Keflavík í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  3 ÍA

Skagamenn lentu tveimur mörkum undir. Fyrst með draumamarki frá Ástbirni Þórðarsyni og svo gerði Óttar Bjarni sjálfsmark í síðari hálfleiknum.

Gestirnir komu til baka og skoruðu þrjú mörk á sjö mínútum og tryggðu sér sigur. HK tapaði á meðan fyrir Breiðabliki, 3-0.

„Takk kærlega! Mér fannst við vera mjög góðir í fyrri hálfleik og einn besti leikur okkar í sumar, vorum að ná að spila í gegnum Keflavíkur liðið. Þeir áttu skot í slá en við klúðrum víti og svo skora þeir screamer upp í skeytin sem lítið er hægt að gera við," sagði Óttar Bjarni við Fótbolta.net.

„Ég hélt ég hefði klúðrað þessu þegar ég lét boltann fara í mig og inn en við náum að setja inn 2-1 mark, það gaf okkur líflínu og svo 2-2 stuttu seinna. Það er erfitt að teikna betra handrit af þessu."

„Stemning var dauð á velli og utan vallar eftir mark númer tvö. Þegar Davey pingar honum inn og það er eins og það hafi kveiknað í Keflavík."


Hann var sérstaklega ánægður með stuðninginn og lýsti þessu eins og þekktu atriði úr Lord of The Rings.

„Það er erfitt að koma orðum að því. Þetta var stórkostlegt, þegar við vorum að hita upp þá sáum við hersinguna mæta inn. Þetta var eins og í Lord of the Rings þegar Gandálfur kom og bjargaði fólkinu. Þetta var geðveikt."

Það var útlit fyrir að ÍA myndi falla þegar þrjár umferðir voru eftir en Skagamenn settu upp síðustu þrjá leikina sem úrslitaleiki og unnu þá alla.

„Þetta var erfitt sumar og undirbúningstímabil. Með því erfiðasta sem ég hef farið í gegnum. Við vorum að missa mikið af leikmönnum í meiðsli og við erum með mikið af ungum strákum sem eiga framtíðina fyrir sér en þú getur ekki ætlast til þess að þeir fylli inn í skörð þeirra reynslubolta sem duttu út."

„Við vorum lengi að finna taktinn en í síðustu þremur leikjum settumst við niður og þetta voru bara þrír úrslitaleikir sem við þurftum að taka. Við þurftum að setja þetta upp sem úrslitaleiki og bæjarbúar svöruðu kalli og við líka,"
sagði Óttar Bjarni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner