Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   lau 25. september 2021 17:17
Brynjar Ingi Erluson
Óttar Bjarni: Þetta var eins og í Lord of the Rings
Óttar Bjarni Guðmundsson
Óttar Bjarni Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Óttar Bjarni Guðmundsson, fyrirliði ÍA, var gríðarlega ánægður eftir að ÍA tókst að bjarga sér frá falli með 3-2 sigri á Keflavík í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  3 ÍA

Skagamenn lentu tveimur mörkum undir. Fyrst með draumamarki frá Ástbirni Þórðarsyni og svo gerði Óttar Bjarni sjálfsmark í síðari hálfleiknum.

Gestirnir komu til baka og skoruðu þrjú mörk á sjö mínútum og tryggðu sér sigur. HK tapaði á meðan fyrir Breiðabliki, 3-0.

„Takk kærlega! Mér fannst við vera mjög góðir í fyrri hálfleik og einn besti leikur okkar í sumar, vorum að ná að spila í gegnum Keflavíkur liðið. Þeir áttu skot í slá en við klúðrum víti og svo skora þeir screamer upp í skeytin sem lítið er hægt að gera við," sagði Óttar Bjarni við Fótbolta.net.

„Ég hélt ég hefði klúðrað þessu þegar ég lét boltann fara í mig og inn en við náum að setja inn 2-1 mark, það gaf okkur líflínu og svo 2-2 stuttu seinna. Það er erfitt að teikna betra handrit af þessu."

„Stemning var dauð á velli og utan vallar eftir mark númer tvö. Þegar Davey pingar honum inn og það er eins og það hafi kveiknað í Keflavík."


Hann var sérstaklega ánægður með stuðninginn og lýsti þessu eins og þekktu atriði úr Lord of The Rings.

„Það er erfitt að koma orðum að því. Þetta var stórkostlegt, þegar við vorum að hita upp þá sáum við hersinguna mæta inn. Þetta var eins og í Lord of the Rings þegar Gandálfur kom og bjargaði fólkinu. Þetta var geðveikt."

Það var útlit fyrir að ÍA myndi falla þegar þrjár umferðir voru eftir en Skagamenn settu upp síðustu þrjá leikina sem úrslitaleiki og unnu þá alla.

„Þetta var erfitt sumar og undirbúningstímabil. Með því erfiðasta sem ég hef farið í gegnum. Við vorum að missa mikið af leikmönnum í meiðsli og við erum með mikið af ungum strákum sem eiga framtíðina fyrir sér en þú getur ekki ætlast til þess að þeir fylli inn í skörð þeirra reynslubolta sem duttu út."

„Við vorum lengi að finna taktinn en í síðustu þremur leikjum settumst við niður og þetta voru bara þrír úrslitaleikir sem við þurftum að taka. Við þurftum að setja þetta upp sem úrslitaleiki og bæjarbúar svöruðu kalli og við líka,"
sagði Óttar Bjarni.
Athugasemdir
banner