Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   mán 25. september 2023 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Meiðsli Declan Rice eru ekki alvarleg
Mynd: Getty Images

Það er mikill léttir fyrir alla innan herbúða Arsenal að miðjumaðurinn öflugi Declan Rice verður ekki lengi frá vegna bakmeiðsla sem hann hlaut í 2-2 jafntefli gegn Tottenham um helgina.


Rice, sem hefur byrjað alla deildarleiki frá komu sinni til Arsenal fyrir metfé, fór af velli í hálfleik eftir að hafa fundið fyrir óþægindum í baki.

Nú er komið í ljós að meiðsli RIce eru ekki alvarleg en ólíklegt er að hann verði í leikmannahópinum þegar liðið spilar við Brentford í enska deildabikarnum á miðvikudaginn. Hann gæti þó komið inn í byrjunarliðið fyrir leik gegn Bournemouth um næstu helgi.

Arsenal er í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fjórtán stig eftir sex fyrstu umferðirnar, fjórum stigum eftir Englandsmeisturum Manchester City sem eru með fullt hús stiga.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 9 7 2 0 20 9 +11 23
2 Liverpool 9 7 1 1 17 5 +12 22
3 Arsenal 9 5 3 1 17 10 +7 18
4 Aston Villa 9 5 3 1 16 11 +5 18
5 Chelsea 9 5 2 2 19 11 +8 17
6 Brighton 9 4 4 1 16 12 +4 16
7 Nott. Forest 9 4 4 1 11 7 +4 16
8 Tottenham 9 4 1 4 18 10 +8 13
9 Brentford 9 4 1 4 18 18 0 13
10 Fulham 9 3 3 3 12 12 0 12
11 Bournemouth 9 3 3 3 11 11 0 12
12 Newcastle 9 3 3 3 9 10 -1 12
13 West Ham 9 3 2 4 13 16 -3 11
14 Man Utd 9 3 2 4 8 11 -3 11
15 Leicester 9 2 3 4 13 17 -4 9
16 Everton 9 2 3 4 10 16 -6 9
17 Crystal Palace 9 1 3 5 6 11 -5 6
18 Ipswich Town 9 0 4 5 9 20 -11 4
19 Wolves 9 0 2 7 12 25 -13 2
20 Southampton 9 0 1 8 6 19 -13 1
Athugasemdir
banner
banner