Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   mán 25. september 2023 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Meiðsli Declan Rice eru ekki alvarleg

Það er mikill léttir fyrir alla innan herbúða Arsenal að miðjumaðurinn öflugi Declan Rice verður ekki lengi frá vegna bakmeiðsla sem hann hlaut í 2-2 jafntefli gegn Tottenham um helgina.


Rice, sem hefur byrjað alla deildarleiki frá komu sinni til Arsenal fyrir metfé, fór af velli í hálfleik eftir að hafa fundið fyrir óþægindum í baki.

Nú er komið í ljós að meiðsli RIce eru ekki alvarleg en ólíklegt er að hann verði í leikmannahópinum þegar liðið spilar við Brentford í enska deildabikarnum á miðvikudaginn. Hann gæti þó komið inn í byrjunarliðið fyrir leik gegn Bournemouth um næstu helgi.

Arsenal er í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fjórtán stig eftir sex fyrstu umferðirnar, fjórum stigum eftir Englandsmeisturum Manchester City sem eru með fullt hús stiga.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 35 25 7 3 81 35 +46 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Man City 35 19 7 9 67 43 +24 64
4 Newcastle 35 19 6 10 66 45 +21 63
5 Chelsea 35 18 9 8 62 41 +21 63
6 Nott. Forest 35 18 7 10 54 42 +12 61
7 Aston Villa 35 17 9 9 55 49 +6 60
8 Bournemouth 35 14 11 10 55 42 +13 53
9 Brentford 35 15 7 13 62 53 +9 52
10 Brighton 35 13 13 9 57 56 +1 52
11 Fulham 35 14 9 12 50 47 +3 51
12 Crystal Palace 35 11 13 11 44 48 -4 46
13 Wolves 35 12 5 18 51 62 -11 41
14 Everton 35 8 15 12 36 43 -7 39
15 Man Utd 35 10 9 16 42 51 -9 39
16 Tottenham 35 11 5 19 63 57 +6 38
17 West Ham 35 9 10 16 40 59 -19 37
18 Ipswich Town 35 4 10 21 35 76 -41 22
19 Leicester 35 5 6 24 29 76 -47 21
20 Southampton 35 2 5 28 25 82 -57 11
Athugasemdir
banner
banner
banner