Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
   mán 25. september 2023 19:04
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Mikilvægir sigrar hjá Íslendingaliðum
watermark
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
watermark
Mynd: Guðmundur Svansson

Það voru tvö Íslendingalið að ljúka leik í sænska boltanum rétt í þessu og unnu þau bæði nauma sigra á útivelli með dramatískum sigurmörkum undir lokin.


Sigrarnir eru gríðarlega dýrmætir þar sem Elfsborg þurfti á stigum að halda í titilbaráttunni á meðan Sirius þurfti sigur í fallbaráttunni.

Hákon Rafn Valdimarsson, Andri Fannar Baldursson og Sveinn Aron Guðjohnsen voru í byrjunarliði Elfsborg á útivelli gegn Halmstad í afar bragðdaufum leik þar sem liðin gáfu ekki færi á sér.

Elfsborg tókst þó að stela sigrinum með marki á 89. mínútu, en það var Jalal Abdullai sem skoraði það. Abdullai kom inn af bekknum fyrir Svein Aron á 72. mínútu. Abdullai fékk gult spjald fyrir fagnaðarlætin eftir að hafa gert það sem reyndist vera sigurmarkið, og var svo rekinn af velli þegar hann fékk annað gult spjald skömmu síðar.

Lokatölur 0-1 og er Elfsborg í öðru sæti sænsku deildarinnar, einu stigi eftir toppliði Malmö. Elfsborg hafði tapað tveimur leikjum í röð fyrir daginn í dag.

Aron Bjarnason og Óli Valur Ómarsson voru þá á bekknum í 0-1 sigri Sirius gegn Varnamo. Aron fékk að spila síðustu mínútur leiksins þar sem hann kom inn á 86. mínútu í stöðunni 0-0, en sigurmarkið kom í uppbótartíma.

Þetta er annar sigur Sirius í röð og er liðið í umspilssæti um að falla niður um deild sem stendur, þó aðeins einu stigi frá öruggu sæti í deildinni. 

Halmstad 0 - 1 Elfsborg

Varnamo 0 - 1 Sirius


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner