Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   mið 25. október 2023 16:11
Elvar Geir Magnússon
„Ég vil alls ekki blanda mér inn í þá umræðu“
Rúnar Kristinsson hætti með KR.
Rúnar Kristinsson hætti með KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar skrifaði undir hjá Fram í dag.
Rúnar skrifaði undir hjá Fram í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR-ingar virðast í mesta basli með að finna rétta manninn til að taka við liðinu. Skiptar skoðanir eru á þeirri ákvörðun félagsins að semja ekki áfram við Rúnar Kristinsson.

Rúnar skrifaði í dag undir samning við Fram en var spurður að því í hlaðvarpsþætti hér á Fótbolta.net hvort hann hefði skoðanir á þessari þjálfaraleit sem er í gangi í Vesturbænum?

„Ég vil alls ekki blanda mér inn í þá umræðu, ég hef skoðanir og allt það. Nú er ég að verða starfsmaður Fram og ætla að svara spurningum sem lúta mínu starfi og því umhverfi," svaraði Rúnar.

„Ég vil ekki vera með of miklar skoðanir um þetta, það eru menn í þessari vinnu að sjá um þessi mál. Þeir þurfa að fá að gera það í friði frá mér allavega."

Hefði ekki sagt já við KR ef félagið hefði tekið U-beygju
Rúnar hefur áður talað um viðskilnaðinn við KR en segir að hann erfi ekki neitt við þá sem stjórna þar.

„Ég er ekki þannig að gera veður út af einhverjum hlutum. Það er allt í góðu og ég sýni mönnum alveg skilning á því að þeir hafi viljað gera hlutina öðruvísi. Það er eitthvað sem ég get ekki stjórnað og ég er mjög sáttur í dag. Hefði mér verið boðið KR starfið áfram þá hefði ég væntanlega skrifað undir því ég er löghlýðinn KR-ingur og vill allt fyrir KR gera," segir Rúnar.

„Það eru önnur tækifæri, það eru önnur félög á Íslandi og það er líf annars staðar en í Vesturbænum þó þar sé æðislegt. Hér (hjá Fram) sé ég umhverfi sem er rosalega spennandi, efniviður og aðstaðan til fyrirmyndar. Það er hollt og gott fyrir mig að fá að prófa eitthvað nýtt."

Í þeim vandræðagangi sem hefur verið í þjálfaraleit KR hefur verið nefnt hvort félagið hefði ekki bara átt að taka U-beygju, viðurkenna mistök og leita aftur til Rúnars. Það hefði þó ekki gengið upp að hans sögn.

„Þá hefði ég alltaf sagt nei," segir Rúnar spurður að því hvað hann hefði sagt ef KR hefði hringt í síðustu viku.
Rúnar Kristins leyfir Frömurum að dreyma í Dal draumanna
Athugasemdir
banner
banner