Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 25. nóvember 2019 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Balotelli ekki í hóp eftir að hafa rifist við Grosso
Mario Balotelli.
Mario Balotelli.
Mynd: Getty Images
Mario Balotelli, sóknarmaður Bresica, spilaði ekki í 3-0 tapinu gegn Roma í gær eftir að hafa rifist við þjálfarann Fabio Grosso á æfingasvæðinu.

Balotelli skrifaði undir samning við Bresica síðasta sumar, en hann ólst upp í Bresica. Hann hefur hingað til skorað tvö mörk í sjö leikjum, en félagið er á botni ítölsku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa spilað 13 leiki.

Sagt er að hann hafi farið út af æfingu Brescia á fimmtudaginn eftir að hafa rifist við Grosso, sem tók við Brescia í byrjun þessa mánaðar.

„Það sem gerðist með Balotelli er eitthvað sem ég hef áður upplifað. Ég krefst mikils ákafar og mikils tempó á æfingum hjá mér. Þegar það er ekki þannig, þá vil ég helst breyta til og gera æfinguna erfiðari," sagði Grosso, en Balotelli virtist áhugalaus á æfingunni.

„Hann var settur til hliðar. Ég vil ekki gera lítið úr atvikinu eða gera of mikið úr því. Það mun skipta miklu máli fyrir mig að nota alla þá leikmenn sem ég get notað, en ég get bara gert svo mikið. Á ákveðnum tímapunkti verður hann að hjálpa sjálfum sér."
Athugasemdir
banner
banner
banner