Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 25. nóvember 2019 14:00
Elvar Geir Magnússon
Segir að afskipti Abramovich hafi ekkert minnkað
Roman Abramovich.
Roman Abramovich.
Mynd: Getty Images
Bruce Buck stjórnarformaður Chelsea segir að Roman Abramovich sé ekki að reyna að selja félagið.

Rússinn Abramovich eignaðist Chelsea árið 2003 en undanfarin ár hafa verið efasemdir um hvort áhugi hans á félaginu sé sá sami og hann var.

Abramovich hefur ekki mætt á heimaleik á þessu ári en hann fékk ekki framlengda vegabréfsáritun í Bretlandi. Hann dró þá umsókn sína til baka og hafa stuðningsmenn rætt um að hann sé mögulega að reyna að selja félagið.

Buck segir að Abramovich hafi ekki minnst orði á það við sig að hann hafi áhuga á að selja. Hann segir að Rússinn ætli ekki að losa sig við félagið á útsöluverði.

Þá segir hann að afskipti hans af félaginu hafi ekki minnkað þegar kemur að umræðu um leikmannamálum og samningum við leikmenn.

„Hann og Marina Granovskaia, sem sér um fótboltamál félagsins, tala saman mörgum sinnum á dag. Það hefur ekkert breyst," segir Buck.
Athugasemdir
banner
banner
banner