Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 25. nóvember 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Gavi mun framlengja samning sinn við Barcelona
Gavi
Gavi
Mynd: EPA
Spænski miðjumaðurinn Gavi er nálægt því að framlengja samning sinn við Barcelona en hann mun gera fimm ára samning við félagið.

Gavi, sem er 17 ára gamall, er búinn að vinna sér inn fast sæti í byrjunarliði Barcelona.

Þrátt fyrir ungan aldur er hann einnig kominn á miðsvæðið hjá spænska landsliðinu og því mikið efni hér á ferð.

Hann hefur undanfarnar vikur verið í samningaviðræðum við Barcelona en þær viðræður eru á lokastigi.

Gavi hefur verið orðaður við stórlið á borð við Chelsea en félagið ætlar ekki að leggja fram tilboð. Gavi mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Barcelona og fær verulega launahækkun.

Hann hefur spilað ellefu deildarleiki með Barcelona á þessari leiktíð og lagt upp eitt mark.
Athugasemdir
banner
banner