Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 25. nóvember 2021 16:30
Elvar Geir Magnússon
Tielemans nálgast endurkomu
Tielemans er lykilmaður Leicester.
Tielemans er lykilmaður Leicester.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Youri Tielemans hjá Leicester er enn á meiðslalistanum og verður ekki með í Evrópudeildarleiknum gegn Legia Varsjá sem verður klukkan 20 í kvöld.

Tielemans hefur verið að glíma við kálfameiðsli en hann ætti að vera mættur aftur í næstu eða þarnæstu viku eða sögn Brendan Rodgers, stjóra Leicester.

Varnarmaðurinn Ricardo Pereira er einnig á meiðslalistanum og verður frá í nokkrar vikur.

Leicester er á botni C-riðils Evrópudeildarinnar en riðillinn er hnífjafn og enska liðið fer á toppinn með sigri í kvöld. Í gær vann Spartak Moskva 2-1 sigur gegn Napoli í riðlinum.

Leicester hefur átt köflótt tímabil og er í tólfta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Varnarleikurinn hefur verið vandamál og liðið fengið 21 mark á sig í 12 deildarleikjum.

Staðan í C-riðli Evrópudeildarinnar:
1. Spartak Moskva 7 stig (5 leikir)
2. Napoli 7 stig (5 leikir)
3. Legia Varsjá 6 stig (4 leikir)
4. Leicester 5 stig (4 leikir)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner