
England og Bandaríkin eigast við í B-riðli heimsmeistaramótsins í Katar en þetta er önnur umferð riðlakeppninnar. Englendingar geta tryggt sæti sitt í 16-liða úrslit með sigri.
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, er með óbreytt lið frá 6-2 sigrinum á Íran.
Gregg Berhalter, þjálfari Bandaríkjanna, gerir eina breytingu á sínu liði. Haji Wright kemur inn fyrir Josh Sargent.
Leikurinn hefst klukkan 19:00 og er í beinni útsendingu á RÚV2.
England: Pickford, Shaw, Maguire, Stones, Trippier, Bellingham, Rice, Sterling, Mount, Saka, Kane.
Bandaríkin: Turner, Dest, Zimmerman, Ream, Robinson, McKennie, Adams, Musah, Weah, Wright, Pulisic.
Athugasemdir