Birkir Eyþórsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Fylki en fyrri samningur var runninn út.
Það heyrðist af því á dögunum að Grótta hefði áhuga á honum, þar er Rúnar Páll Sigmundsson, fyrrum þjálfari Fylkis, við stýrið, en Birkir heldur áfram í Árbænum.
Hann hefur bæði spilað í hægri bakverðinum og á miðjunni.
Það heyrðist af því á dögunum að Grótta hefði áhuga á honum, þar er Rúnar Páll Sigmundsson, fyrrum þjálfari Fylkis, við stýrið, en Birkir heldur áfram í Árbænum.
Hann hefur bæði spilað í hægri bakverðinum og á miðjunni.
„Birkir Eyþórsson, fæddur árið 2000, þarf vart að kynna fyrir Fylkisfólki. Hann hefur nánast frá fæðingarári eytt hverjum degi á Fylkisvellinum, þar sem hann lék upp alla yngri flokka félagsins. Birkir spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2019 og hefur síðan leikið 158 leiki og skorað 9 mörk."
„Við óskum Birki innilega til hamingju með nýja samninginn og bindum miklar vonir við að hann hjálpi liðinu að komast aftur í Bestu deildinni," segir í tilkynningu Fylkis.
Fylkir var í fallbaráttu í Lengjudeildinni í sumar og tók Heimir Guðjónsson við sem þjálfari liðsins eftir að tímabilinu lauk.
Athugasemdir


