Sparkspekingurinn Jamie Carragher skellir skuldinni á Rúben Amorim eftir tapið gegn Everton í gær, frekar en á frammistöðu leikmanna.
Þrátt fyrir að Everton missti mann af velli snemma leiks, eftir að Idrissa Gueye fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga sinn Michael Keane, þá skoraði Everton eina mark leiksins.
Carragher segir að Amorim sé of þrjóskur í að halda í 3-4-3 leikkerfið sitt og það hafi kostað.
„Ég held að Rúben Amorim sé fyrsti stjórinn sem heldur frekar fastar í leikkerfið heldur en hugmyndafræðina," sagði Carragher í mánudagsþættinum á Sky Sports. Roberto Martínez var með honum í sjónvarpssal.
„Svo ég tek þig sem dæmi, Roberto. Þín hugmyndafræði snýst um að halda í boltann. Leikkerfið gæti breyst en hugmyndafræðin er sú sama. Hjá Amorim snýst allt um kerfið. Hann vill ekki breyta því eða aðlaga það. Ég skil ekki af hverju hann heldur svona fast í það. Það var einn frammi en hann var í raun ekki frammi."
„Við sjáum stjóra taka miðvörð út af og setja miðjumann inn því liðið er að fara að vera miklu meira með boltann. En Amorim bara neitar að breyta."
Þrátt fyrir að Everton missti mann af velli snemma leiks, eftir að Idrissa Gueye fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga sinn Michael Keane, þá skoraði Everton eina mark leiksins.
Carragher segir að Amorim sé of þrjóskur í að halda í 3-4-3 leikkerfið sitt og það hafi kostað.
„Ég held að Rúben Amorim sé fyrsti stjórinn sem heldur frekar fastar í leikkerfið heldur en hugmyndafræðina," sagði Carragher í mánudagsþættinum á Sky Sports. Roberto Martínez var með honum í sjónvarpssal.
„Svo ég tek þig sem dæmi, Roberto. Þín hugmyndafræði snýst um að halda í boltann. Leikkerfið gæti breyst en hugmyndafræðin er sú sama. Hjá Amorim snýst allt um kerfið. Hann vill ekki breyta því eða aðlaga það. Ég skil ekki af hverju hann heldur svona fast í það. Það var einn frammi en hann var í raun ekki frammi."
„Við sjáum stjóra taka miðvörð út af og setja miðjumann inn því liðið er að fara að vera miklu meira með boltann. En Amorim bara neitar að breyta."
"The manager will take a lot of the blame for tonight"@Carra23 questions Ruben Amorim's system ?? pic.twitter.com/Doeo15S2cb
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 24, 2025
Athugasemdir



