Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   mið 26. janúar 2022 23:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Siggi býst við miklu: Horft á rosalega mikið af leikjum í Betri-deildinni
Siggi Höskulds
Siggi Höskulds
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mikel Dahl, Binni Hlö (var að framlengja) og Mikkel Jakobsen
Mikel Dahl, Binni Hlö (var að framlengja) og Mikkel Jakobsen
Mynd: Leiknir
Markakóngur færeysku Betri-deildarinnar í
Markakóngur færeysku Betri-deildarinnar í
Mynd: HB.fo
Tveir leikmenn, Mikkel Dahl og Mikkel Jakobsen, voru kynntir sem nýir leikmenn Leiknis í síðustu viku. Danirnir koma báðir til Leiknis eftir tímabil í færeysku deildinni. Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, ræddi við Fótbolta.net um nýju leikmennina.

„Ég er að búast við nokkuð miklu. Við þurftum að bæta við í sóknarleikinn og ég held að við séum komnir með tvo mjög góða kosti," sagði Siggi.

„Við áttuðum okkur á því að Mikkel Dahl yrði ekki lengur hjá HB, ég hafði bara samband við hann og út frá því byrjuðu einhverjar viðræður í nóvember/desember. Hann var náttúrulega með mikið af tilboðum og mikið af liðum að tala við hann. Þetta tók smá tíma en ég er virkilega ánægður að við höfum náð að loka því á endanum."

Hvað er það sem Leiknir er með en hin liðin sem Dahl hefði getað valið eru ekki með?

„Þetta er frábær klúbbur og gott „game" í gangi hérna. Það tók ekki langan tíma að sannfæra hann, hann virkar alveg rosalega ákveðinn í að halda áfram að sanna sig. Við erum að fá mann sem var að skora mikið af mörkum, mætir funheitur hingað og er hrikalega flottur íþróttamaður. Þannig við erum himinlifandi með þetta."

Mikkel Jakobsen er að koma í gegnum sama umboðsmann. „Jakobsen er virkilega spennandi leikmaður og um leið og við fórum að skoða hann náið þá áttuðum við okkur á því að þetta er týpa af leikmanni sem hentar okkur rosalega vel. Við ætlumst alveg til jafnmikils af honum og Mikkel Dahl."

„Ég er búinn að horfa á rosalega mikið af leikjum í færeysku deildinni [Betri-deildin], sérstaklega innbyrðisleiki bestu liðanna, þar er spilaður hrikalega góður bolti og toppliðin þar eru ekki langt frá toppliðunum hér held ég. Þó að neðri liðin séu kannski á aðeins lægri klassa en neðri liðin í okkar deild. Þessir leikmenn voru að standa sig vel í stóru leikjunum þannig við mátum það þannig að þeir myndu henta okkur mjög vel."

„Dahl er allt öðruvísi spilari [en Sævar Atli Magnússon], hann er meira inn í teignum að troða boltanum inn. Hann er markheppinn en er samt virkilega duglegur, góður í pressu, góður í stutta spilinu en hans helsta einkenni er að vera inn í teig og skora mörk. Við þurftum svo sannarlega á þannig manni að halda."

„Ég vil að hann [Dahl] komist strax inn í gírinn hjá okkur, þeir eru búnir að vera mjög duglegir og ferskir á þessum fyrstu æfingum. Við búumst við einhverju góðu frá þeim báðum en erum ekki að setja markmið á þá."


Fréttaritari ræddi við Sigga fyrir stuttu og þar ræddi hann um að hann vildi styrkja sóknarlínuna. Ætlaru að styrkja hana enn frekar?

„Við erum að skoða, Leiknir á engan framherja nema Dahl þegar hann kemur inn. Við þurfum að huga að einhverri breidd og einhverjum til að veita honum samkeppni. Ég held að það vanti allavega einn leikmann til að svo verði og við sjáum hvernig það gengur," sagði Siggi.

Viðtalið er lengra og má sjá það í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni
Athugasemdir