Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 11. janúar 2022 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ætla styrkja sóknarlínuna og ná í markmann fyrir mót
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Leiknismenn ætla sér að styrkja sóknarlínu liðsins fyrir átökin í efstu deild karla í sumar. Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari liðsins, sagði við Fótbolta.net fyrir helgi að það þyrfti að ná í menn í sóknarstöðurnar.

Þá ætli félagið einnig að taka inn markmann fyrir Íslandsmót en Guy Smit gekk í raðir Vals eftir síðasta tímabil.

Aðspurður sagðist Siggi ekki hafi verið heyrt í Hannesi Þór Halldórssyni nýlega. Hannes er án félags sem stendur eftir að hafa náð samkomulagi við Val um að leiðir skildu skilja eftir síðasta tímabil. Hannes er uppalinn Leiknismaður en óvíst hvar eða hvort hann spili næsta sumar.

Siggi kom inn á að Leiknir væri með tvo unga og góða markmenn og því væru menn ekkert að stressa sig of mikið varðandi að ná í markmann fyrir næstu undirbúningsleiki.

Á síðasta tímabili endaði Leiknir í 8. sæti, með 22 stig. Liðið skoraði átján mörk og fékk á sig 32.

Komnir
Óttar Bjarni Guðmundsson frá ÍA
Sindri Björnsson frá Grindavík
Andi Hoti frá Þrótti R. (var á láni)
Hjalti Sigurðsson frá KR (kom um mitt sumar)

Farnir
Birkir Björnsson í Þrótt R.
Ernir Bjarnason til Keflavíkur
Guy Smit í Val
Manga Escobar
Octavio Paez
Sólon Breki Leifsson hættur
Sævar Atli Magnússon til Danmerkur

Samningslausir
Máni Austmann Hilmarsson
Ágúst Leó Björnsson
Arnór Ingi Kristinsson
Brynjar Hlöðversson
Athugasemdir
banner
banner