mið 26. febrúar 2020 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmenn Ludogorets með grímur og hanska í Mílanó
Inter fer með 2-0 forystu í leikinn á morgun.
Inter fer með 2-0 forystu í leikinn á morgun.
Mynd: Getty Images
Leikmenn búlgarska knattspyrnufélagsins Ludogorets voru með grímur og hanska er þeir komu til Mílanó fyrir Evrópudeildarleik sinn gegn Inter annað kvöld.

Leikur Inter og Ludogorets verður leikinn fyrir luktum dyrum vegna dreifingar kórónaveirunnar. Engir áhorfendur verða á leiknum og þá mega íþróttafréttamenn ekki vera viðstaddir leikinn.

Aðeins sjónvarpstökumenn sem eiga að mynda leikinn fyrir beina útsendingu mega mæta á leikinn.

Neðst í fréttinni má sjá myndir af leikmönnum Ludogorets í Mílanó. Lærisveinar Antonio Conte í Inter eru með 2-0 forystu fyrir leikinn á morgun en hann er í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Engin áhætta er tekin en veiran hefur greinst á Ítalíu og þar hafa 300 smitast og tólf látist.


Athugasemdir
banner
banner