Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mán 26. febrúar 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Landsliðsþjálfaranum líst vel á nýja formanninn - „Hann er toppmaður"
Icelandair
Þorvaldur Örlygsson.
Þorvaldur Örlygsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorvaldur Örlygsson var um liðna helgi kjörinn nýr formaður KSÍ. Þorvaldur tekur við af Vöndu Sigurgeirsdóttur sem var kjörinn formaður árið 2021 fyrst kvenna.

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, var spurður út í kjörið á Þorvaldi í dag.

„Ég held að það væri mjög erfitt fyrir mig að segja eitthvað neikvætt," sagði Þorsteinn léttur.

„Mér líst vel á Todda. Hann er toppmaður og mér líst vel á hann. Vonandi koma ferskir vindar með honum, að hann nái að sameina hreyfinguna þannig að allir stefni í sömu átt."

Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði, var spurð út í þá staðreynd að konur væru að hverfa úr mikilvægum hlutverkum hjá KSÍ; Vanda er hætt sem formaður, Klara Bjartmarz er að hætta sem framkvæmdastjóri og Borghildur Sigurðardóttir er hætt í stjórn og sem varaformaður.

„Ég hef engar sérstakar áhyggjur af því. Mig langar að trúa að það séu allir með jafnréttishjarta sem starfa innan fótboltans. Ég hef fulla trú á því að það fólk sem sinnir þessum störfum sé með jafnréttisbaráttu í huga," sagði Glódís.
Athugasemdir
banner
banner
banner