Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   sun 26. mars 2023 19:23
Elvar Geir Magnússon
Hákon Arnar: Hefðum auðveldlega getað unnið 10-0
Icelandair
Hákon Arnar átti góðan dag á skrifstofunni
Hákon Arnar átti góðan dag á skrifstofunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Arnar Haraldsson skoraði sitt fyrsta A-landsliðsmark í kvöld er Ísland valtaði yfir Liechtenstein, 7-0, í Vaduz.

Skagamaðurinn hefur verið frábær með FCK á þessu tímabili og komið virkilega sterkur inn í landsliðið en fyrsta markið leit ekki dagsins ljós fyrr en í leiknum í kvöld.

Hann skoraði með góðri afgreiðslu eftir fyrirgjöf Arons Einars Gunnarssonar, en Hákon hefði auðveldlega getað skorað þrennu í þessum leik.

Eitt mark var dæmt af honum í fyrri hálfleik og þá kom hann sér í nokkur ákjósanleg færi, en hann sættir sig að taka eitt mark með sér úr þessu verkefni.

„Jú, þetta er í annað skiptið á árinu sem maður vinnur 7-0 og geggjuð tilfnning. Það er helvíti sterkt og mikilvægt hjá okkur að stoppa ekki þegar við komumst í 1-0 og keyra áfram og taka mark, mark og mark og klára þetta 7-0. Algjör klassi.“ sagði Hákon við Fótbolta.net

„Það er geggjað að vera kominn með fyrsta markið og þau hefðu auðveldlega getað verið þrjú en það kemur seinna. Fínt að klára fyrsta markið.“

„Það segir hvað við vorum einbeittir í dag og hvað við vorum með mikinn fókus á verkefninu. Við vinnum 7-0 og hefðum auðveldlega getað unnið 10-0. Gott 'sign' að við vorum svona fókuseraðir í dag.“

„Þetta var ekki nógu gott í Bosníu og klára þetta verkefni með 7-0 sigri og taka þetta inn í næsta verkefni. Það er fullkomið.“


Ísland á stóran glugga í sumar en þá mætir liðið Slóvakíu og Portúgal á Laugardalsvelli.

„Það eru tveir heimaleikir og við þurfum að vinna Portúgal og Slóvakíu. Þetta eru tveir mjög mikilvægir leikir og þurfum að vera klárir í sumar og eigum að vera sterkir á heimavelli. Við fögnum þessu í kvöld og hafa gaman í 24 tíma og svo fókusera á Nordsjælland næstu helgi, við erum einu stigi á eftir og þetta er náttúrulega toppslagur,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner