Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
   sun 26. mars 2023 19:23
Elvar Geir Magnússon
Hákon Arnar: Hefðum auðveldlega getað unnið 10-0
Icelandair
Hákon Arnar átti góðan dag á skrifstofunni
Hákon Arnar átti góðan dag á skrifstofunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Arnar Haraldsson skoraði sitt fyrsta A-landsliðsmark í kvöld er Ísland valtaði yfir Liechtenstein, 7-0, í Vaduz.

Skagamaðurinn hefur verið frábær með FCK á þessu tímabili og komið virkilega sterkur inn í landsliðið en fyrsta markið leit ekki dagsins ljós fyrr en í leiknum í kvöld.

Hann skoraði með góðri afgreiðslu eftir fyrirgjöf Arons Einars Gunnarssonar, en Hákon hefði auðveldlega getað skorað þrennu í þessum leik.

Eitt mark var dæmt af honum í fyrri hálfleik og þá kom hann sér í nokkur ákjósanleg færi, en hann sættir sig að taka eitt mark með sér úr þessu verkefni.

„Jú, þetta er í annað skiptið á árinu sem maður vinnur 7-0 og geggjuð tilfnning. Það er helvíti sterkt og mikilvægt hjá okkur að stoppa ekki þegar við komumst í 1-0 og keyra áfram og taka mark, mark og mark og klára þetta 7-0. Algjör klassi.“ sagði Hákon við Fótbolta.net

„Það er geggjað að vera kominn með fyrsta markið og þau hefðu auðveldlega getað verið þrjú en það kemur seinna. Fínt að klára fyrsta markið.“

„Það segir hvað við vorum einbeittir í dag og hvað við vorum með mikinn fókus á verkefninu. Við vinnum 7-0 og hefðum auðveldlega getað unnið 10-0. Gott 'sign' að við vorum svona fókuseraðir í dag.“

„Þetta var ekki nógu gott í Bosníu og klára þetta verkefni með 7-0 sigri og taka þetta inn í næsta verkefni. Það er fullkomið.“


Ísland á stóran glugga í sumar en þá mætir liðið Slóvakíu og Portúgal á Laugardalsvelli.

„Það eru tveir heimaleikir og við þurfum að vinna Portúgal og Slóvakíu. Þetta eru tveir mjög mikilvægir leikir og þurfum að vera klárir í sumar og eigum að vera sterkir á heimavelli. Við fögnum þessu í kvöld og hafa gaman í 24 tíma og svo fókusera á Nordsjælland næstu helgi, við erum einu stigi á eftir og þetta er náttúrulega toppslagur,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner