Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   sun 26. mars 2023 19:23
Elvar Geir Magnússon
Hákon Arnar: Hefðum auðveldlega getað unnið 10-0
Icelandair
Hákon Arnar átti góðan dag á skrifstofunni
Hákon Arnar átti góðan dag á skrifstofunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Arnar Haraldsson skoraði sitt fyrsta A-landsliðsmark í kvöld er Ísland valtaði yfir Liechtenstein, 7-0, í Vaduz.

Skagamaðurinn hefur verið frábær með FCK á þessu tímabili og komið virkilega sterkur inn í landsliðið en fyrsta markið leit ekki dagsins ljós fyrr en í leiknum í kvöld.

Hann skoraði með góðri afgreiðslu eftir fyrirgjöf Arons Einars Gunnarssonar, en Hákon hefði auðveldlega getað skorað þrennu í þessum leik.

Eitt mark var dæmt af honum í fyrri hálfleik og þá kom hann sér í nokkur ákjósanleg færi, en hann sættir sig að taka eitt mark með sér úr þessu verkefni.

„Jú, þetta er í annað skiptið á árinu sem maður vinnur 7-0 og geggjuð tilfnning. Það er helvíti sterkt og mikilvægt hjá okkur að stoppa ekki þegar við komumst í 1-0 og keyra áfram og taka mark, mark og mark og klára þetta 7-0. Algjör klassi.“ sagði Hákon við Fótbolta.net

„Það er geggjað að vera kominn með fyrsta markið og þau hefðu auðveldlega getað verið þrjú en það kemur seinna. Fínt að klára fyrsta markið.“

„Það segir hvað við vorum einbeittir í dag og hvað við vorum með mikinn fókus á verkefninu. Við vinnum 7-0 og hefðum auðveldlega getað unnið 10-0. Gott 'sign' að við vorum svona fókuseraðir í dag.“

„Þetta var ekki nógu gott í Bosníu og klára þetta verkefni með 7-0 sigri og taka þetta inn í næsta verkefni. Það er fullkomið.“


Ísland á stóran glugga í sumar en þá mætir liðið Slóvakíu og Portúgal á Laugardalsvelli.

„Það eru tveir heimaleikir og við þurfum að vinna Portúgal og Slóvakíu. Þetta eru tveir mjög mikilvægir leikir og þurfum að vera klárir í sumar og eigum að vera sterkir á heimavelli. Við fögnum þessu í kvöld og hafa gaman í 24 tíma og svo fókusera á Nordsjælland næstu helgi, við erum einu stigi á eftir og þetta er náttúrulega toppslagur,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner