Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   sun 26. mars 2023 10:28
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Man Utd sýnir Ferguson áhuga - City býður Haaland nýjan samning
Powerade
Evan Ferguson
Evan Ferguson
Mynd: Getty Images
Rasmus Hojlund
Rasmus Hojlund
Mynd: EPA
Erling Haaland
Erling Haaland
Mynd: Getty Images
Aleksandar Mitrovic
Aleksandar Mitrovic
Mynd: Getty Images

Slúðurpakki dagsins er kominn í hús. BBC tekur saman af öllum helstu miðlunum.



Manchester United hefur áhuga á írska landsliðsmanninum Evan Ferguson, 18, sóknarmanni Brighton. (Football Insider)

United hefur einnig mikinn áhuga að næla í danska framherjann Rasmus Hojlund, 20, leikmanni Atalanta. (Ekstra Bladet)

Aleksandar Mitrovic, 28, framherji Fulham og serbneska landsliðsins var á óskalista United þangað til hann var rekinn af velli á Old Trafford fyrir að ýta Chris Kavanagh dómara. (Daily Star)

Manchester City er tilbúið að bjóða Erling Haaland, 22, nýjan samning sem myndi færa honum 500 þúsund pund í vikulaun til að fæla í burtu Real Madrid sem hefur áhuga á framherjanum. (Sun)

Leeds United vill næla aftur í enska miðjumanninn Kalvin Phillips, 27, frá Manchester City þrátt fyrir að leikmaðurinn hafi aðeins yfirgefið félagið á síðasta ári. (Daily Star)

Brighton mun ekki leyfa Roberto de Zerbi, 43, stjóra liðsins að yfirgefa félagið fyrir Tottenham ef Lundúnarliðið vill fá hann í stað Antonio Conte, 53. (Team Talk)

Tottenham ræddi ekkert við Thomas Tuchel, 49, áður en þessi fyrrum stjóri Chelsea tók við Bayern Munchen fyrir helgi. (Evening Standard)

Enski miðjumaðurinn James Ward-Prwose, 28, leikmaður Southampton mun yfirgefa félagið ef það fellur. Tottenham hefur áhuga á honum. (Football Insider)

Arsenal er meðal félaga sem hefur áhuga á belgíska miðjumanninum Romeo Lavia, 19, leikmanni Southampton. (Fabrizio Romano)

Inter Milan fylgist grant með gangi mála hjá Pierre-Emerick Aubameyang en félagið íhugar að næla í leikmanninn frá Chelsea. (Gazzette dello Sport)

Luka Modric, 37, hefur hafnað því að hann muni fara til Sádí Arabíu en króatíski landsliðsmaðurinn vill enda ferilinn hjá Real Madrid. (Mail)

Tottenham hefur áhuga á Manuel Ugarte, 21, miðjumanni Sporting Lisbon. (Mirror)

Lees hefur einnig sent njósnara til að fylgjast með þessum lansliðsmanni Úrúgvæ. (O Jogo)

West Ham hefur áhuga á Viktor Gyokeres, 24, framherja Coventry en hann er metinn á í kringum 20 milljónir punda. (Sun)

Brentford, Crystal Palace, Everton, Leeds og Leicester hafa einnig sýnt Gyokeres áhuga. (90min)


Athugasemdir
banner
banner
banner