Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
   mið 26. mars 2025 21:28
Brynjar Ingi Erluson
Liðsfélagi Elíasar hætti lífi sínu til að bjarga froskum
Adam Gabriel
Adam Gabriel
Mynd: EPA
Það eru ekki allar hetjur sem klæðast skikkjum og Adam Gabriel, leikmaður danska félagsins Midtjylland er ein þeirra, en hann greinir frá því á Instagram að hann hafi hætt lífi sínu til að bjarga froskum.

Gabriel er 23 ára gamall tékkneskur landsliðsmaður sem hefur spilað með Midtjylland frá 2023 og er þar liðsfélagi íslenska landsliðsmannsins Elíasar Rafns Ólafssonar.

Varmarmaðurinn er mikill dýravinur og hreinlega blöskraði sjónin á veg í Silkeborg.

Þar mátti sjá hundruði froska reyna að komast yfir veginn en ekki allir sem höfðu erindi sem erfiði. Gabriel skrifaði langa færslu með myndum og myndböndum af veginum og kallar þar eftir breytingum á veginum.

Talar hann um að hann hafi bjargað 150 froskum en 20 létust.

„Ég hætti lífi mínu til að bjarga hundruðum froska á þremur klukkustundum. Ég hljóp á milli bíla í myrkri til að fjarlægja dýrin af veginum. Ég var ekki nógu fljótur til að hreinsa allan 200 metra veginn og sá froskalík fljúga út um allt. Þetta var skelfileg lífsreynsla, en örvænting greip um sig. Froskar eru mikilvægur hluti af vistkerfi Silkeborgar því þeir hjálpa til við að fækka fjölmörgum skordýrum. Hvað deyja margir ef enginn mætir á svæðið?“ sagði og spurði Gabriel á Instagram.

Færslu hans má sjá hér fyrir neðan en við vörum viðkvæma við myndefninu.



Athugasemdir
banner
banner
banner