Martin Samuel íþróttafréttamaður hjá Daily Mail segir að úrvalsdeildardómarinn Chris Kavanagh eigi með réttu að fá mánaðar langt bann frá dómgæslu.
Samuel segir að brottvísunin sem hann gaf Fabian Balbuena, leikmanni West Ham, hafi verið skandall.
Balbuena sparkaði augljóslega í knöttinn en eftir spyrnuna þá fór hann með takkana í fótlegg Ben Chilwell, leikmanns Chelsea.
Samuel segir að Kavanagh, og Peter Bankes sem sá um VAR myndbandsdómgæsluna, hafi gert kjánaleg mistök með því að gefa rautt.
Samuel segir að brottvísunin sem hann gaf Fabian Balbuena, leikmanni West Ham, hafi verið skandall.
Balbuena sparkaði augljóslega í knöttinn en eftir spyrnuna þá fór hann með takkana í fótlegg Ben Chilwell, leikmanns Chelsea.
Samuel segir að Kavanagh, og Peter Bankes sem sá um VAR myndbandsdómgæsluna, hafi gert kjánaleg mistök með því að gefa rautt.
„Saman tóku þeir ákvörðun sem er svo röng, það var svo mikill skortur á skilningi og tilfinningu fyrir leiknum. Réttast væri að dómari myndi vera sendur í mánaðar frí út af svona mistökum," segir Samuel.
„Það var ekkert sem Fabian Balbuena gat gert. Hann var að hreinsa boltanum í burtu."
David Moyes, stjóri West Ham, talaði um það eftir leikinn að svona mistök kæmu frá dómurum sem hefðu aldrei spilað leikinn.
Balbuena has just been sent off for kicking the ball. That is an abomination. Kavanagh needs to be struck off. pic.twitter.com/UgFgwRyqYh
— ≋J≋ #SupportLocal (@DoPradista) April 24, 2021
Athugasemdir